Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. nóvember 2018 19:17
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Arnór og félagar geta bjargað sér
Arnór er með 6 mörk í 12 deildarleikjum frá komu sinni til Lilleström.
Arnór er með 6 mörk í 12 deildarleikjum frá komu sinni til Lilleström.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir Íslendingar komu við sögu í leikjum dagsins í næstsíðustu umferð tímabilsins í norska boltanum.

Matthías Vilhjálmsson var ekki í leikmannahópi Rosenborgar sem var þegar búið að tryggja sér titilinn fyrir daginn í dag. Meistararnir unnu þó Start sem er í harðri fallbaráttu.

Emil Pálsson lék 72 mínútur er Sandefjord gerði jafntefli við Sarpsborg á útivelli. Sandefjord var þegar fallið úr deildinni og vermir botnsætið, með 23 stig eftir 29 umferðir.

Arnór Smárason var þá í byrjunarliði Lilleström sem gerði 2-2 jafntefli við Stromsgodset í fallbaráttuslag.

Arnór hefur reynst Lilleström gríðarlega mikilvægur frá komu sinni til félagsins og spilaði hann fyrstu 78 mínútur leiksins.

Lilleström er einu stigi frá fallsæti og á heimaleik við Kristiansund, sem er búið að vinna fimm leiki í röð í deildinni, í lokaumferðinni.

Þá sat Samúel Kári Friðjónsson allan tímann á bekknum hjá Vålerenga í 1-1 jafntefli gegn Bodo/Glimt. Samúel og félagar sigla lygnan sjó um miðja deild.

Rúnar Alex Rúnarsson lék þá allan leikinn í marki Dijon í franska boltanum. Honum tókst þó ekki að stöðva sterka andstæðinga sína í Marseille og tapaðist leikurinn 2-0. Dijon er í fallbaráttunni í Frakklandi.

Start 0 - 1 Rosenborg
0-1 S. Adegbenro ('28)

Sarpsborg 1 - 1 Sandefjord
1-0 P. Mortensen ('60)
1-1 E. Valles ('74)

Stromsgodset 2 - 2 Lilleström
1-0 Mos ('20)
1-1 T. Olsen ('31)
2-1 Mos ('52)
2-2 F. Kippe ('89)

Bodo/Glimt 1 - 1 Vålerenga
1-0 P. Zinckernagel ('12)
1-1 B. Finne ('41)

Marseille 2 - 0 Dijon
1-0 L. Ocampos ('45)
2-0 A. Rami ('84)
Athugasemdir
banner
banner