Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 11. nóvember 2018 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino um nýja völlinn: Ég er afbrýðisamur
Mynd: Getty Images
Tottenham mun ekki flytja inn á nýjan og glæsilegan leikvang sinn fyrr en eftir áramót.

Tottenham hafði vonast til þess að byrja að spila á honum í september en vöntun á öryggisráðstöfunum hefur tafið það fram yfir áramót.

Mauricio Pochettino, stjóri félagsins, er spenntur fyrir leikvanginum og segir að biðin eftir honum sé þess virði.

Pochettino er búinn að heimsækja völlinn og var yfir sig hrifinn.

„Ég held að þetta verði magnaður staður fyrir stuðningsmenn okkar og leikmenn til þess að njóta fótbolta," sagði Pochettino um nýja völlinn.

„Ég er svolítið afbrýðismaður út í leikmennina. Ég væri til í að vera tvítugur aftur og spila á þessum velli."

„Ég bið stuðningsmennina um þolinmæði vegna þess að þetta verður besti leikvangur Evrópu."



Athugasemdir
banner
banner