Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. nóvember 2018 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pogba orðaður við Juve og Ramsey við Roma
Powerade
Samband Jose Mourinho og Pogba er sagt vera gott. Pogba er samt orðaður við önnur lið.
Samband Jose Mourinho og Pogba er sagt vera gott. Pogba er samt orðaður við önnur lið.
Mynd: Getty Images
Robertson er að fá verðskuldaða launahækkun.
Robertson er að fá verðskuldaða launahækkun.
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey.
Mynd: Getty Images
Það eru ýmsar kjaftasögur í gangi. Hér kemur slúðurskammtur dagsins.



Juventus vill kaupa Paul Pogba (25) aftur frá Manchester United og er félagið að reyna að búa til plan til þess að gera einmitt það. Ítalska félagið er tilbúið að bjóða United valkosti um þrjá leikmenn í von um að landa franska miðjumanninum. United má velja einn af þessum leikmönnum. (Sunday Express)

Umboðsmaður Pogba segir að leikmaðurinn hafi lagað samband sitt við Jose Mourinho, stjóra United. (MEN)

Það mun koma í ljós í dag hvort Pogba geti spilað í Manchester-slagnum. (Mail on Sunday)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, blandaði sér í samningaviðræður félagsins við Raheem Sterling (23). Hann vildi vera viss um að Sterling myndi skrifa undir nýjan samning. (Sunday Mirror)

Chelsea hefur áhuga á Denis Suarez (24), miðjumanni Barcelona. Maurizio Sarri, stjóri Chelsea, reyndi að kaupa Suarez til Napoli þegar hann var stjóri þar. (Daily Star on Sunday)

Arsenal er að skoða möguleikann á því að skipta Aaron Ramsey (27) til Roma fyrir tékkneska sóknarmanninn Patrick Schick (22) í janúar. (Daily Star on Sunday)

Eddie Howe, stjóri Bournemouth, óttast að missa varnarmanninn Nathan Ake (23) og er byrjaður að leita að leikmönnum sem gætu komið í hans stað. Ake hefur verið orðaður við Chelsea og bæði Manchester-félögin. (Sun on Sunday)

Andy Robertson (24), vinstri bakvörður Liverpool, færist nær því að skrifa undir nýjan samning við Liverpool. Hann mun tvöfalda laun sín upp í 60 þúsund pund í vikulaun. (Sunday Mirror)

Phil Jones (26), varnarmaður Manchester United, er að renna út á samning næsta sumar en félagið mun nýta sér ákvæði í núverandi samningi og framlengja hann um eitt ár. Félög eins og Arsenal og Tottenham hafa sýnt Jones áhuga. (Sun on Sunday)

Real Madrid hefur 200 milljónir evra til að eyða í janúarglugganum. Félagið stefnir á að kaupa þrjá nýja leikmenn. (Marca)

Barcelona vildi ekki einu sinni ræða við Everton um að selja miðjumanninn Andre Gomes (25) síðasta sumar. Gomes kom til Everton á láni en Everton vildi helst kaupa hann. Það kom ekki til greina að hálfu Börsunga. (Liverpool Echo)

Jadon Sancho (18) er ekki að hugsa um að yfirgefa Borussia Dortmund. (Sunday Express)
Athugasemdir
banner
banner