Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 11. nóvember 2018 14:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sérfræðingar Sky spá allir sigri City gegn United
 Mun City vinna auðveldan sigur?
Mun City vinna auðveldan sigur?
Mynd: Getty Images
Það styttist óðum í stórleik umferðarinanr í ensku úrvalsdeildinni á milli Manchester City og Manchester United. Nágrannaslagur á Etihad-vellinum, heimavelli Man City.

Sky Sports fékk fjóra af sérfræðingum sínum til að spá í leikinn en þeir eru allir með sama sigurvegara.

Þeir spá allir Man City sem er kannski ekki skrítið miðað við gengi liðanna á þessu tímabili. City er ríkjandi Englandsmeistari og lítur ef eitthvað er betur út á þessu tímabili.

En það er mikill meðbyr með lærisveinum Jose Mourinho um þessar mundir og United vann á þessu velli á síðustu leiktíð í frábærum leik. Það ætti gefa United eitthvað aukalega.

Phil Thompson: 2-0 fyrir Man City
„City mun vera með yfirburði frá fyrstu mínútu. United mun sitja til baka og það mun ekkert breytast fyrr en City er komið 2-0 yfir. Ef City skorar fyrst þá verður þetta erfitt fyrir United."

Matt Le Tissier: 2-0 fyrir Man City
„Ég veit að Man Utd vann á síðasta tímabili en það var ótrúlegur viðsnúningur. Ég sé það ekki gerast aftur."

Paul Merson: 3-1 fyrir Man City
„United er með stór miðvarðarvandamál. Ef United byrjar eins og gegn Bournemouth þá verður þetta búið á fyrstu 15 mínútunum. Það myndi ekki koma mér á óvart ef City vinnur þetta 5-0 en við erum að tala um Jose Mourinho, hann elskar stóru leikina. Hann er með plan. Pressan verður á City þar sem allir búast við sigri frá þeim. Þetta fer 3-1."

Charlie Nicholas: 3-1 fyrir Man City
„Á vængjunum er City með alltof mikinn hraða og hæfileika til þess að United geti ráðið við það. Hvaða miðverði Jose sem velur, þeir þurfa að eiga leik lífs síns og ég sé það ekki gerast."
Athugasemdir
banner
banner
banner