Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. nóvember 2018 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Haukur hafði betur gegn Gumma í titilbaráttunni
Haukur Heiðar er sænskur meistari.
Haukur Heiðar er sænskur meistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrslitin í sænsku úrvalsdeildinni réðust í lokaumferðinni sem fram fór í dag. AIK tryggði sér sænska meistaratitilinn með 1-0 sigri á útivelli gegn Kalmar.

Haukur Heiðar Hauksson sat allan tímann á varamannabekknum hjá AIK. Hann hefur lítið spilað á þessu tímabili og líklegt er að hann sé á heimleið í vetur. Hann hefur verið orðaður við KR og KA.

Það er ekki amalegt fyrir hann að enda á meistaratitli. Þetta er í sjötta sinn sem AIK er meistari en síðasti titillinn kom árið 2009.

Norrköping endar í öðru sæti. Guðmundur Þórarinsson spilaði stórt hlutverk hjá Norrköping á tímabilinu og hann lék allan leikinn í dag, í 1-0 sigri gegn Hacken.

Guðmundur er í íslenska landsliðshópnum fyrir komandi verkefni gegn Belgíu og Katar.

Arnór Ingvi Traustason er líka í landsliðshópnum. Hann lagði upp fyrir Malmö í 2-0 sigri gegn Elfsborg. Hann kom inn á sem varamaður á 62. mínútu.

Malmö klárar tímabilið í þriðja sæti, sjö stigum á eftir Norrköping. Íslendingalið raða því sér í efstu þrjú sæti deildarinnar.

Kristján Flóki Finnbogason lék allan leikinn fyrir Brommapojkarna í 3-0 sigri gegn Trelleborg. Óttar Magnús Karlsson var allan tímann á varamannabekknum hjá Trelleborg.

Brommapojkarna endar í 14. sæti og fer í umspil um að halda sér í sænsku úrvalsdeildinni. Brommapojkarna hefði fallið beint úr deildinni ef liðið hefði tapað þessum leik.

Kristján Flóki er í láni hjá Brommapojkarna frá Start í Noregi.

Trelleborg fellur úr deildinni. Liðið endar í neðsta sæti. Óttar Magnús var í láni hjá Trelleborg frá Molde í Noregi og kom hann við sögu í 14 leikjum og skoraði eitt mark.

Góður dagur hjá flestum Íslendingaliðunum í sænsku úrvalsdeildinni. Efstu þrjú liðin eru öll Íslendingalið eins og áður kemur fram.



Athugasemdir
banner
banner