Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 11. nóvember 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð heillar Svövu eftir frábært tímabil í Noregi
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Svava Rós Guðmundsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svava Rós Guðmundsdóttir var að klára sitt fyrsta tímabil í Noregi og sló hún í gegn með Roa. Hún var einn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar.

Hún endaði tímabilið með 14 mörk í 21 leik og var sú þriðja markahæsta í deildinni ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

Roa, lið Svövu, endaði í sjöunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar.

Í samtali við Fréttablaðið segist hún búast við því að spila í Svíþjóð á næstu leiktíð.

„Mér finnst líklegt að ég færi mig um set í framhaldinu og það eru mestar líkur á því að ég endi á að semja við sænskt félag. Það er mestur áhugi úr þeirri átt og mér líst best á að fara þangað," sagði Svava Rós.

„Undirbúningstímabilið bæði í Noregi og Svíþjóð hefst í janúar þannig að það er ekkert stress á því að ákveða mig."

Svo gæti farið að það verði enginn íslenskur leikmaður í norsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili því Sigríður Lára Garðarsdóttir, sem lék með norsku meisturunum í Lilleström, er komin heim í ÍBV. Það var tilkynnt í gær.
Athugasemdir
banner