Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 11. nóvember 2018 12:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tyrkland: Theódór Elmar spilaði í flottum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Theódór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Elazigspor í tyrknesku B-deildinni í dag.

Það hefur lítið gengið hjá Elazigspor á tímabilinu en í dag náði liðið að knýja fram sigur í hörkuleik.

Elazigspor tók á móti Eskisehirspor og lenti undir eftir sex mínútur. Elazigspor gafst ekki upp, jafnaði á 32. mínútu og komst yfir á 47. mínútu. Staðan var orðin 3-1 þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum.

Gestirnir minnkuðu muninn á 72. mínútu en komust ekki lengra og lokatölur því 3-2 fyrir Elazigspor.

Elazigspor er komið með tíu stig, þetta er þriðji deildarsigur liðsins á tímabilinu. Elazigspor, sem hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum, er einu stigi frá öruggu sæti.

Theódór Elmar er ekki í íslenska landsliðshópnum sem mætir Belgíu á fimmtudag og Katar í vináttulandsleik nokkrum dögum síðar.
Athugasemdir
banner
banner