Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 11. nóvember 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Yerry Mina var aldrei nálægt Man Utd
Yerry Mina var orðaður við Manchester United eftir fína frammistöðu með Kólumbíu á HM.
Yerry Mina var orðaður við Manchester United eftir fína frammistöðu með Kólumbíu á HM.
Mynd: Getty Images
Yerry Mina, varnarmaður Everton, viðurkennir að hann hafi aldrei verið nálægt því að ganga í raðir Manchester United.

Mina gekk í raðir Everton frá Barcelona á lokadegi félagaskiptagluggans síðastliðið sumar. Kaupverðið hljóðaði upp á rúmlega 30 milljónir evra.

„Ég veit núna að ég tók rétta ákvörðun," sagði Mina í samtali við Guardian.

„Þetta var besta ákvörðun sem ég gat tekið. Ég var alltaf einbeittur á Everton. Ég talaði bara við umboðsmann minn um Manchester United."

Jose Mourinho, stjóri United, vildi ólmur fá miðvörð síðasta sumar og var hinn 24 ára gamli Mina mikið orðaður við félagið eftir HM. Hann endaði hins vegar hjá Everton og segist hann mjög glaður með það.

Gylfi Þór Sigurðsson, Mina og félagar í Everton mæta Chelsea í ensku úrvalsdeildinni klukkan 14:15 í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner