Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. nóvember 2019 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Adama Traore dregur sig úr spænska landsliðshópnum
Adama Traore er meiddur og getur því ekki spilað fyrir Spán
Adama Traore er meiddur og getur því ekki spilað fyrir Spán
Mynd: Getty Images
Adama Traore, leikmaður Wolves á Englandi, hefur ákveðið að draga sig úr spænska landsliðshópnum vegna meiðsla en hann greinir frá þessu á heimasíðu spænska knattspyrnusambandsins.

Traore, sem er 23 ára gamall, var valinn í spænska A-landsliðið á laugardag en það var í fyrsta sinn sem hann var valinn í liðið.

Talið var að Traore væri búinn að ákveða að spila fyrir Malí en hann ákvað þó að nýta tækifærið að spila fyrir Spán.

Hann getur þó ekki spilað með liðinu í undankeppni Evrópumótsins í þessum mánuði vegna meiðsla.

„Ég get því míður ekki tekið þátt með spænska landsliðinu í verkefnunum í nóvember vegna meiðsla sem komu upp í leiknum gegn Aston Villa um helgina," sagði Traore á heimasíðu spænska knattspyrnusambandsins.

„Ég mun þó leggja hart að mér til að komast á næsta lista og ég vil þakka þjálfaranum fyrir traustið," sagði hann ennfremur en Pablo Sarabia, leikmaður Paris Saint-Germain, kemur inn í hans stað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner