Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 11. nóvember 2019 22:30
Aksentije Milisic
Mancini um Balotelli: Vel hann í landsliðið þegar hann á það skilið
Ætlar ekki að velja hann einungis til þess að senda skilaboð
Roberto Mancini.
Roberto Mancini.
Mynd: Getty Images
Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, segir að hann muni ekki velja Mario Balotelli í landsliðið einungis til þess að mótmæla kynþáttafordómum. Kallað hefur verið eftir því á Ítalíu að velja Balotelli í landsliðið á ný en Mancini vill sjá meira frá honum.

„Knattspyrna er íþrótt og hún á að sameina fólk. Það á ekki að leyfa þessu fólki sem er með fordómana að eyðileggja hana." sagði Mancini.

„Ég elska Mario. Ég spilaði honum þegar hann var unglingur. Hann er ennþá nógu ungur til þess að hafa eitthvað fram að færa fyrir þessa íþrótt en það er mikilvægt fyrir mig að velja hann fyrir það sem hann gerir inni á vellinum. Ég mun velja hann þegar hann á það skilið og þegar ég tel hann geta hjálpað okkur,".

„Eftir það sem gerðist við Mario, þá hefði ég geta kallað hann inn í hópinn eins og forseti knattspyrnusambandsins benti mér á. En mér finnst mikilvægt að velja hann þegar hann á það skilið, en ekki til þess að senda skilaboð. Hann á ennþá möguleika," sagði Mancini.

Balotelli varð fyrir kynþáttafordómum í 2-1 tapi Brescia gegn Hellas Verona fyrr í mánuðinum og hótaði að ganga af velli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner