Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. desember 2018 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Allt undir hjá Liverpool
Salah skoraði þrennu gegn Bournemouth um liðna helgi. Hvað gerir hann í dag.
Salah skoraði þrennu gegn Bournemouth um liðna helgi. Hvað gerir hann í dag.
Mynd: Getty Images
Messi og Suarez fá hvíld.
Messi og Suarez fá hvíld.
Mynd: Getty Images
Mbappe og Neymar byrja.
Mbappe og Neymar byrja.
Mynd: Getty Images
Liverpool mætir Napoli í lokaumferðinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á Anfield í kvöld, leikurinn hefst 20:00.

Allt er undir hjá Liverpool í leiknum en liðið hefur komið sér í erfiða stöðu með því að ná einungis í sex stig í fyrstu fimm leikjum riðilsins.

Smelltu hér til að sjá hvað þarf að gerast svo Liverpool komist áfram.

Byrjunarlið Liverpool er klárt. Trent Alexander-Arnold snýr aftur og byrjar í hægri bakverðinum. Keita og Fabinho eru báðir á bekknum, rétt eins og Xherdan Shaqiri. Sadio Mane snýr aftur í byrjunarlið Liverpool.

Napoli byrjar með sitt sterkasta lið eins og gefur að skilja. Liverpool þarf að passa sig á leikmönnum eins og Dries Mertens og Lorenzo Insigne. Og þá má ekki gleyma Marek Hamsik.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Robertson, Milner, Henderson, Wijnaldum, Salah, Mane, Firmino.
(Varamenn: Mignolet, Fabinho, Lovren, Keita, Sturridge, Shaqiri, Origi)

Byrjunarlið Napoli: Ospina, Maksimovic, Albiol, Koulibaly, Mario Rui, Callejon, Allan, Hamsik, Fabian, Insigne, Mertens.
(Varamenn: Karneziz, Hysaj, Ghoulam, Diawara, Zielinski, Ounas, Milik)

Barcelona hvílir marga
Tottenham heimsækir Barcelona og þarf líklegast sigur til að komast áfram. Margir leikmenn fá hvíld hjá Barcelona þar á meðal Lionel Messi og Luis Suarez. Messi er á bekknum.

Vandræðagemsinn Ousmane Dembele spilar þennan leik en Philippe Coutinho er líka í byrjunarliði Barcelona. Tottenham mætir með sterkt lið til leiks á Nývangi.

Þetta er dauðafæri fyrir Tottenham sem mun með sigri fara áfram í 16-liða úrslit. Jafntefli er líklegast ekki nóg þar sem Inter fær PSV í heimsókn á sama tíma. Tottenham og Inter eru jöfn að stigum fyrir leikinn. Inter er mikið sigurstranglegri aðilinn gegn PSV.

Byrjunarlið Barcelona: Cillesen, Semedo, Lenglet, Vermaelen, Miranda, Arthur, Rakitic, Alena, Coutinho, Dembele, Munir.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Walker-Peters, Alderweireld, Vertonghen, Rose, Winks, Sissoko, Eriksen, Dele, Son, Kane.

Byrjunarlið Inter: Handanovic, D'Ambrosio, De Vrij, Skriniar, Asamoah, Candreva, Brozovic, B. Valero, Politano, Icardi, Perisic.

Byrjunarlið PSV: Zoet, Dumfries, Sainsbury, Viergever, Angelino, Rosario, Hendrix, Gutierrez, Bergwijn, De Jong, Lozano.

PSG með sitt sterkasta lið
PSG mætir Rauðu stjörnunni í sama riðli og Liverpool og Napoli leika í. Mbappe og Neymar byrja hjá PSG, sem er í öðru sæti riðilsins fyrir leikinn með átta stig. Napoli er með níu stig og Liverpool sex. Rauða stjarnan er á botni riðilsins með fjögur stig.

Byrjunarlið Rauðu stjörnunnar: Borjan, Rodic, Stojkovic, Gobeljic, Degenek, Causic, Jovancic, Simic, Ben Nabouhane, Maric, Pavkov.

Byrjunarlið PSG: Buffon, Kehrer, Kimpembe, Silva, Bernat, Marquinhos, Verratti, Mbappe, Di Maria, Neymar, Cavani.

Atletico og Dortmund berjast um toppsætið
Í A-riðli eru Atletico og Borussia Dortmund að berjast um sigur. Atletico heimsækir Club Brugge og Dortmund mætir Mónakó. Fyrir leikina er Atletico með 12 stig og Dortmund með 10 stig.

Byrjunarlið Club Brugge: Horvath, Denswil, Mechele, Poulain, Ngonge, Vanaken, Nakamba, Amrabat, Vormer, Openda, Wesley.

Byrjunarlið Atletico: Oblak, Arias, Godin, Montero, Saul, Koke, Thomas, Rodri, Lemar, Griezmann, Martins.

Byrjunarlið Mónakó: Benaglio, Raggi, Badiashile, Glik, Biancone, Massengo, Ait Bennasser, Tielemans, Henrichs, Diop, Falcao.

Byrjunarlið Dortmund: Hitz, Hakimi, Toprak, Diallo, Schmelzer, Guerreiro, Dahoud, Weigl, Pulisic, Götze, Philipp.

Leikir dagsins:
17:55 Galatasaray - Porto (D-riðill)
17:55 Schalke - Lokomotiv Moskva (D-riðill)
20:00 Club Brugge - Atletico Madrid (A-riðill)
20:00 Mónakó - Borussia Dortmund (A-riðill)
20:00 Barcelona - Tottenham Hotspur (B-riðill)
20:00 Inter - PSV (B-riðill)
20:00 Crvena Zvezda - Paris Saint-Germain (C-riðill)
20:00 Liverpool - Napoli (C-riðill)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner