banner
   þri 11. desember 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Guardiola hrósar Sterling fyrir að tækla kynþáttafordóma
Pep Guardiola og Raheem Sterling
Pep Guardiola og Raheem Sterling
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur hrósað Raheem Sterling fyrir viðbrögð sín eftir að hann varð fyrir kynþáttafordómum frá áhorfendum í leiknum gegn Chelsea á laugardag.

Mikið hefur verið rætt um atvikið á Englandi undanfarna daga en Sterling tjáði sig opinskátt um það eftir leik og sagði um leið að fjölmiðlar ýti undir kynþáttafordóma.

„Það hafa verið áhyggjur af því sem gerðist en hann (Sterling) hefur verið í nokkuð góðu lagi. Hann gaf út yfirlýsingu og gaf skýra mynd af hugsunum sínum," sagði Guardiola.

„Kynþáttafordómar eru úti um allt. Fólk einblínir á fóboltann en því miður er þetta ekki bara til staðar í fótboltanum. Þetta snýst um það sem gerist í tengslum við innflytendur og flóttamenn í heiminum og hvernig við tökum þeim. Við þurfum að berjast fyrir betra samfélagi."

„Raheem sagði þetta á fullkominn hátt. Hann er ótrúleg persóna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner