Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. desember 2018 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættir við úrvarpsviðtal vegna umfjöllunar um Sterling
Tyrone Mings.
Tyrone Mings.
Mynd: Getty Images
Dave Kitson.
Dave Kitson.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Tyrone Mings, leikmaður Bournemouth, hefur ákveðið að hætta við að fara í viðtal hjá Talksport eftir umfjöllun útvarpsstöðvarinnar um Raheem Sterling.

Sterling er mikið ræddur á Englandi þessa daganna eftir að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum frá stuðningsmönnum Chelsea í leik Manchester City gegn Chelsea um liðna helgi.

Chelsea hefur sett fjóra stuðningsmenn í bann vegna atviksins.

„Vá"
Mings ætlar ekki að mæta í viðtal hjá Talksport eftir orð sem Dave Kitson, fyrrum sóknarmaður Stoke og Reading, lét falla á stöðinni.

„Ég trúi því að leikmenn geri sig að skotmarki. Við erum með það hlutverk sem fótboltamenn að fara varlega á samfélagsmiðlum. Afbrýðisemi er hræðilegur hlutur," sagði Kitson og benti á Instagram-reikninginn hjá Sterling sem dæmi. Hann hélt því fram að Instagram-reikningurinn gæti hafa ollið kynþáttafordómum í garð Sterling.

Kitson bætti þó við að það væri engin afsökun fyrir kynþáttafordómum.

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, skrifaði athugasemd við færsluna hjá Talksport. „Vá (e. Wow)."


Ekkert grátt svæði
Mings tjáði sig á Twitter eftir að hafa séð það sem Kitson sagði. Hann tilkynnti það að hann væri hættur við að mæta í viðtal sem hann átti að mæta í hjá Talksport.

„Það er ekkert 'en' eða grátt svæði þegar kemur að kynþáttafordómum. Ég er orðinn leiður á sjónvarps- og útvarpsstöðum sem leyfa þetta."

Sjá einnig:
Sterling hjólar í fjölmiðla - Segir þá ýta undir rasisma


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner