Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. desember 2018 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Hazard um Real Madrid: Alltaf líkað vel við félagið
Eden Hazard gæti farið til Real Madrid
Eden Hazard gæti farið til Real Madrid
Mynd: Getty Images
Belgíski vængmaðurinn Eden Hazard hefur gefið í skyn að hann gæti farið til Real Madrid eftir að samningur hans rennur út við enska félagið Chelsea.

Framtíð Hazard hefur mikið verið rædd síðustu mánuði en samningur hans við Chelsea rennur út sumarið 2020 og ljóst að verðmiðinn lækkar á honum því meira sem hann tefur samningaviðræður.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid og hefur nú ýtt enn frekar undir þann orðróm með viðtali við RMC útvarpsstöðina í Frakklandi.

„Mér hefur alltaf líkað vel við Real Madrid, það tengist Zinedine Zidane ekkert," sagði Hazard er hann var spurður út Zidane og Madrídarliðið.

„Þegar tímabil er búið þá á ég eitt ár eftir af samningnum mínum við Chelsea og þá kemur í ljós hvaða ákvörðun ég tek," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner