Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 11. desember 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Man Utd reynir að fá Ndombele - Thorgan Hazard til Liverpool?
Powerade
Manchester United er í bílstjórasætinu í baráttunni um Tanguy Ndombele.
Manchester United er í bílstjórasætinu í baráttunni um Tanguy Ndombele.
Mynd: Getty Images
Thorgan Hazard er orðaður við Liverpool.
Thorgan Hazard er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Slimani gæti farið til Fulham í janúar.
Slimani gæti farið til Fulham í janúar.
Mynd: Getty Images
Adama Traore gæti farið aftur til Middlesbrough.
Adama Traore gæti farið aftur til Middlesbrough.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðublöðin eru með skemmtilega slúðurmola í dag. Skoðum þá.



Tottenham og Manchester United hafa blandað sér í baráttuna um Dennis Man (20) framherja FCSB í Rúmeníu. (Sun)

Manchester United er í bílstjórasætinu í baráttunni um Tanguy Ndombele (21) miðjumann Lyon en Barcelona, Manchester City og Tottenham hafa einnig áhuga. (Mirror)

Tottenham gæti neyðst til að fresta opnun á nýjum leikvangi sínum ennþá meira. Tottenham ætlaði að setja á svið viðburði á leikvanginum um jólin til að prófa völlinn en það virðist ætla að reynast erfitt. (Times)

Claudio Ranieri, stjóri Fulham, vill fá framherjann Islam Slimani (30) frá Leicester í janúar. Ranieri keypti Slimani til Leicester á sínum tíma. (Mail)

Fulham hefur einnig spurst fyrir um Pedro Martelo (19) framherja Deportivo La Coruna. (Mail)

Umboðsmaður Ruben Neves (21) miðjumanns Wolves er að reyna að ýta honum til Juventus. (Calciomercato)

Newcastle er í bílstjórasætinu í baráttunni um Miguel Almiron (24) miðjumann Atlanta United en þetta segir faðir hans. (Newcastle Chronicle)

Matteo Guendouzi (19) segir að það hafi verið áhugavert að fara til PSG í sumar en hann hafi ákveðið að velja Arsenal út af stjóranum Unai Emery og þar sem að margir franskir leikmenn hafa slegið áður í gegn hjá félaginu. (Star)

Leeds og Aston Villa ætla að reyna að fá markvörðinn Karl Darlow (28) frá Newcastle í næsta mánuði. (Sun)

Greg Halford (34) fyrrum varnarmaður Cardiff æfir með WBA þessa dagana og hann gæti samið við félagið. (WalesOnline)

Derek Langley, fyrrum yfirmaður í unglingastarfi Manchester United, segir að félaginu hafi boðist að fá hollensku landsliðsmennina Frenkie de Jong (21) og Matthijs de Ligt (19) áður en þeir spiluðu fyrstu leiki með aðalliði Ajax. United ákvað hins vegar að kaupa á ekki. (Manchester Evening News)

Jurgen Klopp stjóri Liverpool segist ekki vera á leið í starf á Ítalíu á næstunni. Klopp hló einnig að sögusögnum um að Napoli hafi reynt að fá sig frá Borussia Dortmund á sínum tíma. (Liverpool Echo)

Arjen Robben (34) kantmaður Bayern Munchen ætlar að leggja skóna á hilluna ef hann fær ekki hentugt tilboð næsta sumar. Robben er á förum frá Bayern eftir tíu ára dvöl í Þýskalandi. (Goal)

WBA vill fá Andy King (30) miðjumann Leicester á láni í janúar. (Mail)

Liverpool er að skoða Thorgan Hazard (25) miðjuman Gladbach en hann gæti komið til félagsins í janúar. Thorgan er yngri bróðir Eden Hazard. (Liga Financial)

Dries Mertens (31) framherji Napoli segist ekki vera smeykur við stemninguna á Anfield fyrir leikinn í Meistaradeildinni í kvöld. Mertens segist vera öllu vanur úr ítalska boltanum. (Times)

Middlesbrough hefur óskað eftir að fá Adama Traore (20) á láni í janúar. Wolves keypti Traore frá Boro í sumar. (Teamtalk)

Kingsley Coman (22) kantmaður Bayern Munchen gæti lagt skóna á hilluna ef hann verður aftur fyrir alvarlegum meiðslum. (Mirror)
Athugasemdir
banner