Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. desember 2018 19:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Sigrar sem breyttu litlu máli
Porto og Schalke í 16-liða úrslit - Galatasaray í Evrópudeildina
Porto vinnur riðilinn með 16 stig.
Porto vinnur riðilinn með 16 stig.
Mynd: Getty Images
G-riðillinn var fyrsti riðillinn í Meistaradeildinni til að klárast þetta tímabilið.

Í riðlinum eru Galatasaray, Porto, Lokomotiv Moskva og Schalke 04. Það var ljóst fyrir leiki dagsins hvaða lið væru komin áfram og hvaða lið myndi vinna riðilinn. Það átti aðeins eftir að skýrast hvaða lið myndi enda í þriðja sæti og fara í Evrópudeildina.

Porto sótti Galatasray heim og náði í góðan 3-2 útisigur. Staðan var 2-1 í hálfleik og vann Porto 3-2 að lokum.

Porto vinnur riðilinn með 16 stig en í öðru sæti er Schalke með 11 stig eftir dramatískan sigur gegn Lokomotiv Moskvu í dag. Porto mætir því liði sem endar í öðru sæti í sínum riðli á meðan Schalke spilar við sigurvegarann úr einhverjum riðli.

Lokomotiv Moskva var hársbreidd frá því að stela þriðja sætinu af Galatasray, (stig hefði dugað) en sigurmark Alessandro Schopf í uppbótartíma gerði það að verkum að Galatasaray fer í Evrópudeildina.

Galatasaray 2 - 3 Porto
0-1 Felipe ('17 )
0-2 Moussa Marega ('42 , víti)
1-2 Sofiane Feghouli ('46 , víti)
1-3 Sergio Oliveira ('57 )
2-3 Eren Derdiyok ('65 )
2-3 Sofiane Feghouli ('67 , Misnotað víti)

Schalke 04 1 - 0 Lokomotiv
1-0 Alessandro Schopf ('90 )

Í kvöld lýkur öðrum þremur riðlum. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin fyrir þessa leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner