Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 11. desember 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Mertens finnst „This is Anfield" skiltið ekki merkilegt
Dries Mertens mætir á Anfield í kvöld.
Dries Mertens mætir á Anfield í kvöld.
Mynd: Getty Images
Dries Mertens, sóknarmaður Napoli, mun í kvöld spila í annað skipti á ferlinum á Anfield þegar liðið heimsækir Liverpool í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Mertens fór á Anfield með Utrecht í leik í Evrópudeildinni fyrir átta árum en þá fannst honum „This is Anfield" skiltið ekki merkilegt.

Margir leikmenn snerta skiltið á leið sinni út á völl en skiltið er í leikmannainnganginum á vellinum.

„Sterkasta minning mín þaðan er að þeir hafa skilti sem segir „This is Anfield" og allir voru að tala um það. Ég hélt að það væri risastórt," sagði Mertens.

„Ég kom í gegnum leikmannagöngin og spurði, 'hvar er þetta?' Þá var mér sagt að ég hefði farið farið fram hjá því án þess að taka eftir því. Ég horfði á þetta litla skilti og spurði 'Er þetta svona merkilegt?"
Athugasemdir
banner
banner
banner