Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 11. desember 2018 22:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Alisson bjargaði Liverpool
Mynd: Getty Images
Brasilíski markvörðurinn Alisson Becker var hetja Liverpool þegar liðið lagði Napoli að velli í Meistaradeildinni í kvöld.

Liverpool þurfti að vinna annað hvort 1-0 eða þá með tveggja marka mun til að komast áfram og sem betur fer var Alisson í rammanum hjá Liverpool.

Hann átti frábæra vörslu undir lok leiksins. Smelltu hér til að sjá vörsluna en hann gerði sig stóran og varði skotið sem var af mjög stuttu færi.

Ef Napoli hefði skorað þá hefði Liverpool þurft að pakka saman og fara í Evrópudeildina. Liverpool fékk fjöldann allan af færum til að bæta við öðru marki og leikmenn liðsins hefðu svo sannarlega nagað sig í handabökin ef Napoli hefði skorað þarna.

Alisson kostaði Liverpool tæpar 70 milljónir punda og hingað til virðist hann vera mjög góð fjárfesting.



Athugasemdir
banner
banner
banner