Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 11. desember 2018 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Stuðningsmaður Chelsea segir þetta allt byggt á misskilningi
Raheem Sterling í leiknum gegn Chelsea
Raheem Sterling í leiknum gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Enski landsliðsmaðurinn Raheem Sterling hefur fengið mikinn stuðning eftir hörmulegt atvik sem átti sér stað í 1-0 sigri Chelsea á Manchester City. Þar öskruðu fjórir stuðningsmenn Chelsea niðrandi orðum um kynþátt hans og sást það nokkuð augljóslega á sjónvarpsupptökum.

Rasismi er ekki útdauður í knattspyrnunni eins og mátti sjá á Stamford Bridge á dögunum en Sterling hefur þurft að takast á við þetta allan ferilinn ásamt mörgum kollegum sínum.

Fjölmiðlar hafa gagnrýnt Sterling harðlega með ógeðfelldum greinum um einkalíf hans og virtist hann alltaf vera auðveldasta skotmarkið.

Samheldnin í knattspyrnuheiminum hefur verið mikil síðustu daga og margir sýnt Sterliing stuðning en einn af fjórmenningunum sem voru bannaðir frá Stamford Bridge hefur ákveðið að stíga fram og útskýra sitt mál.

Colin Wing, 60 ára gamall stuðningsmaður Chelsea, náðist á myndavél þar sem hann hrópar í átt að Sterling og heyrist það nokkuð skýrt að hann segir orðin „F**k off you, black c*nt" en hann segir að líf sitt sé í rúst eftir þennan leik.

„Ég sagði þetta ekki um hann. Ég kallaði hann Manc C*nt," sagði Wing þar sem hann vísaði í Manchester City í orðunum Manc er hann reyndi að redda sér úr gryfjunni.

„Ég hef farið á leiki hjá Chelsea í 50 ár og þar sem ég sit þá er maður alltaf í sjónvarpinu reglulega. Ef ég ætti mér sögu í að segja svona hluti þá væri löngu búið að taka mig úr umferð."

„Það heyrði mig enginn segja neitt sem vísar í rasisma. Ég biðst hins vegar afsökunar á framferði mínu og vona að Raheem er betri maður en ég og samþykki afsökunarbeiðnina."

„Þetta var alveg taktlaust hjá mér en núna er ég búinn að missa ársmiðann minn og vinnuna mína þannig það fengu allir það sem þeir vildu. Af hverju getið þið ekki látið mig í friði þá?"
sagði og spurði Wing í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner