Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 11. desember 2018 09:12
Magnús Már Einarsson
U21 mætir Ítalíu og Svíþjóð
Úr leik hjá U21 í síðustu undankeppni.
Úr leik hjá U21 í síðustu undankeppni.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Dregið var í riðla í undankeppni EM hjá U21 árs landsliðum í dag en Ísland er í riðli eitt.

Ísland var í þriðja styrkleikaflokki og fékk Ítalíu úr efsta styrkleikaflokki og Svíþjóð úr öðrum styrkleikaflokki. Írland kom síðan úr fjórða styrkleikaflokki.

Eyjólfur Sverrisson hefur þjálfað U21 landslið Íslands síðan 2009 en samningur hans rennur út um áramót. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði við Fótbolta.net í gær að ekki sé búið að taka ákvörðun um þjálfaramálin fyrir næstu undankeppni.

Efsta liðið í undankeppninni fer beint á EM 2021 í Ungverjalandi og Slóveníu. Þau tvö lið sem verða með bestan árangur í 2. sæti fara í umspil um sæti á EM.

Riðill Íslands
Ítalía
Svíþjóð
Ísland
Írland
Armenía
Lúxemborg

Undankeppnin hefst í mars á næsta ári og lýkur í október árið 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner