Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 12. janúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brynja framlengir við Selfoss
Mynd: Selfoss
Brynja Valgeirsdóttir er búin að framlengja samning sinn við Selfoss og er því samningsbundinn félaginu þar til næsta vetur.

Brynja var í lykilhlutverki síðasta sumar þegar Selfoss endaði í öðru sæti 1. deildar og endurheimti þannig sæti sitt í Pepsi-deildinni.

„Brynja átti mjög gott tímabil síðasta sumar og það var gaman að sjá hvað hún var að stíga mikið upp. Hún er einn af máttarstólpum liðsins og á eftir að nýtast okkur vel í hjarta varnarinnar," sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss.

„Það er mikil ánægja í okkar röðum með að hún ætli að halda áfram að spila í Selfosstreyjunni."

Þetta kemur allt fram í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Selfoss.
Athugasemdir
banner
banner
banner