fös 12. janúar 2018 15:00
Elvar Geir Magnússon
Fjölskylda setur stein í götu Chelsea varðandi stækkun Stamford Bridge
Mynd: Chelsea
Chelsea vonast til að endurbyggja heimavöll sinn, Stamford Bridge, í 60 þúsund manna leikvang fyrir 2024.

Stærsta hindrunin virðist þó ætla að vera ein fjölskylda sem hefur átt hús alveg upp við leikvang Chelsea í 50 ár.

Crosthwaite fjölskyldan er algjörlega mótfallin stækkun Stamford Bridge þar sem hann mun takmarka sólarljós á þeirra lóð.

Fjölskyldan samanstendur af foreldrunum Lucinda og Nicolas auk barna þeirra, Louis og Rose.

Chelsea hefur náð samkomulagi við aðra nágranna sína og fengið grænt ljós frá Sadiq Khan, borgarstjóra í London, fyrir stækkuninni en Crosthwaite fjölskyldan gefur sig ekki og hefur ráðið lögmann.


Athugasemdir
banner
banner