fös 12. janúar 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Fótbolta.net mótið C-deild: Riðlaskipting og leikjaniðurröðun
Kári vann C-deildina í fyrra líkt og árið 2015.
Kári vann C-deildina í fyrra líkt og árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Tindastóll er í riðli eitt.
Tindastóll er í riðli eitt.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Árborg leikur í riðli 2.
Árborg leikur í riðli 2.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fótbolti.net stendur áttunda árið í röð fyrir Fótbolta.net æfingamótinu og í fjórða skipti er þar spilað í C-deild. Keppni í B-deild hófst í gær og A-deild hefst í kvöld. C-deildin hefst síðan eftir tvær vikur.

Líkt og vanalega er liðunum skipt niður í tvo riðla og í kjölfarið er leikið um sæti þar sem efstu liðin í hvorum riðli mætast í úrslitum og svo framvegis.

Þrjú lið úr 2. deild taka þátt í C-deildinni, þrjú lið úr 3. deild sem og tvö lið úr 4. deild.

Félag deildardómara mun sjá um dómgæslu á mótinu líkt og áður.

Smelltu hér til að sjá leikjaplanið í A-deild
Smelltu hér til að sjá leikjaplanið í B-deild

Hér að neðan má sjá riðlaskiptingu C-deildar og leikjaniðurröðun.

Riðill 1
Tindastóll
Kári
Augnablik
Álftanes

Föstudagur 26. janúar
20:00 Kári - Tindastóll (Akraneshöllin)

Laugardagur 27. janúar
11:00 Álftanes - Augnablik (Bessastaðavöllur)

Föstudagur 2. febrúar
20:00 Kári - Augnablik (Akraneshöllin)

Sunnudagur 4. febrúar
13:00 Álftanes - Tindastóll (Bessastaðavöllur)

Föstudagur 9. febrúar
21:00 Kári - Álftanes (Akraneshöllin)

Laugardagur 10. febrúar
13:00 Augnablik - Tindastóll (Fagrilundur)

Riðill 2
Þróttur V.
KV
Vængir Júpíters
Árborg

Föstudagur 27. janúar
20:00 Þróttur V. - KV (Framvöllur - Safamýri)

Mánudagur 29. janúar
19:00 Vængir Júpíters - Árborg (Gervigrasið hjá Egilshöll)

Föstudagur 2. febrúar
20:00 Árborg – KV (Selfossvöllur)

Mánudagur 5. febrúar
19:00 Vængir Júpíters – Þróttur V. (Gervigrasið hjá Egilshöll)

Föstudagur 9. febrúar
20:00 KV – Vængir Júpíters (KR-völlur)

Laugardaginn 10. febrúar
13:00 Þróttur V. - Árborg (Framvöllur - Safamýri)

Leikið um sæti 16-18. febrúar.

Sigurvegarar í C-deild Fótbolta.net mótsins:
2015: Kári
2016: Þróttur Vogum
2017: Kári
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner