Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 12. janúar 2018 15:15
Magnús Már Einarsson
Neville í viðræður um að taka við enska kvennalandsliðinu
Phil Neville (til vinstri) gæti verið á leið í nýtt starf.
Phil Neville (til vinstri) gæti verið á leið í nýtt starf.
Mynd: Getty Images
Phil Neville er á leið í viðræður við enska knattspyrnusambandið um að taka við sem landsliðsþjálfari kvenna.

Mark Sampson var rekinn í september eftir ásakanir um kynþáttafordóma.

Neville þykir nú lílkegastur til að taka við starfinu en enska sambandið ætlar þó að ræða við nokkra aðila um stöðuna.

Nevilla fór að starfa sem þjálfari eftir að hann lagði skóna á hilluna árið 2013.

Á þeim tíma hefur Neville verið í þjálfaraliðinu hjá Manchester United, Valencia og enska U21 árs landsliðinu en í augnablikinu er hann án starfs.
Athugasemdir
banner
banner
banner