Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 12. janúar 2018 09:17
Magnús Már Einarsson
Parma í viðræðum um Birki Bjarna
Birkir Bjarnason.
Birkir Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sky á Ítalíu greinir frá því í dag að Parma hafi áhuga á að fá íslenska landsliðsmanninn Birki Bjarnason í sínar raðir.

Birkir hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Aston Villa og góðar líkur eru á því að hann fari frá félaginu núna í janúar.

Sky segir frá því að Parma og Aston Villa hafi átt í viðræðum um Birki og að þær standi nú yfir.

Parma vill fá Birki á láni út tímabilið með möguleika á að kaupa hann í sínar raðir í sumar.

Parma er gamalt stórveldi í ítalska boltanum en liðið hefur verið að vinna sig upp deildir undanfarin ár eftir að hafa orðið gjaldþrota árið 2015 og verið á dæmt niður i Serie D.

Í dag er Parma í 5. sæti í Serie B, einungis fjórum stigum frá öðru sætinu.

Hinn 29 ára gamli Birkir þekkir til í ítalska boltanum en hann spilaði með Pescara og Sampdoria á árunum 2012 til 2015.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner