Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. janúar 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Wenger: Ekkert öruggt varðandi Alexis Sanchez
Hvað verður um Sanchez?
Hvað verður um Sanchez?
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að ekkert sé klárt hvað varðar framtíð Alexis Sanchez. Sílemaðurinn verður samningslaus í sumar en bæði Manchester City og Manchester United hafa hug á að kaupa hann í þessum mánuði.

Aðspurður út í fréttir þess efnis að United ætli að berjast við City um Sanchez sagði Wenger: „Ég get ekki sagt ykkur mikið meira í augnablikinu um stðuna. Ekkert er öruggt."

„Það er ekki það að ég vilji ekki gefa ykkur upplýsingar. Ég vil bara ekki gefa ykkur rangar upplýsingar. Í augnablikinu er ekki búið að ákveða eitt eða annað."

„Það er alltaf gott fyrir félag ef önnur félög fara í kapphaup um leikmann en við erum ekki að spá í því."

„Ég endurtek það sem ég hef oft sagt. Ef allt er eðlilegt þá verður hann hér út tímabilið en við sjáum til."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner