Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 12. janúar 2019 14:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besti varnarveggur sem Ólafur Ingi hefur stjórnað
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Fylkis, hefur átt viðburðarríkan feril. Hann fór ungur að árum til Arsenal og spilaði þar einn leik, hann kom inn á sem varamaður í 5-1 sigri á Úlfunum í deildabikarnum í desember 2003.

Ólafur Ingi birtir í gær mynd á Twitter úr þessum leik þar sem hann er að stýra varnarvegg.

Með honum í veggnum eru Kanu, Patrick Vieira og Cesc Fabregas.

„Þar sem ég er mikið fyrir að grobba mig þá verð ég að deila þessari mynd. Ég hef fengið að stjórna þeim nokkrum varnarveggjunum á ferlinum en þessi er líklega sá besti! #Fabregas#Vieira#Kanu#," skrifar Ólafur Ingi.

Myndina má sjá hér að neðan.

Ólafur Ingi fór frá Arsenal til Brentford árið 2005, en hann lék einnig með Helsingborg, SönderjyskE, Zulte Waregem, Genclerbirligi og Karabükspor á ferli sínum erlendis.

Hann sneri aftur í Fylki síðasta sumar eftir að hafa verið í íslenska landsliðshópnum á HM í Rússlandi.



Athugasemdir
banner
banner
banner