Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 12. janúar 2019 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Reading aftur á sigurbraut
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Reading og spilaði fyrstu 82. mínúturnar í nokkuð sannfærandi sigri gegn Nottingham Forest í Championship deildinni í dag.

Jón Daði byrjaði tímabilið vel en meiddist illa og er núna að vinna sig aftur inn í byrjunarliðið. Reading er í fallsæti og þarf að halda áfram að safna stigum til að forða sér frá falli.

Birkir Bjarnason lék fyrstu 63 mínúturnar er Aston Villa steinlá gegn Wigan og átti ekki eitt skot sem hitti á rammann. Staðan var 1-0 þegar Birki var skipt út fyrir Glenn Whelan.

Sheffield United er komið uppfyrir Norwich og í annað sæti deildarinnar eftir leiki dagsins. David McGoldrick gerði eina mark leiksins er Sheffield lagði QPR að velli á meðan Norwich gerði jafntefli við West Brom í toppbaráttuslag, þar sem Dwight Gayle og Jordan Rhodes skoruðu mörkin.

Middlesbrough komst upp í fimmta sæti með sigri á útivelli gegn Birmingham og vann Bristol City sinn þriðja leik í röð og er aðeins tveimur stigum frá Derby í umspilssæti.

Stoke tapaði fyrir Brentford á meðan Swansea gerði jafntefli við Preston North End og eru úrvalsdeildarfélögin fyrrverandi um miðja deild.

Birmingham 1 - 2 Middlesbrough
0-1 Lewis Wing ('37 )
1-1 Che Adams ('79 )
1-2 Britt Assombalonga ('82 )

Brentford 3 - 1 Stoke City
1-0 Ryan Shawcross ('17 , sjálfsmark)
2-0 Said Benrahma ('18 )
2-1 Benik Afobe ('23 )
3-1 Henry ('54 )

Bristol City 2 - 1 Bolton
0-1 Buckley ('58 )
1-1 Matt Taylor ('64 )
2-1 Kasey Palmer ('66 )

Hull City 3 - 0 Sheffield Wed
1-0 Jarrod Bowen ('46 )
2-0 Jarrod Bowen ('52 , víti)
3-0 Fraizer Campbell ('76 )

Ipswich Town 1 - 0 Rotherham
1-0 Will Keane ('31 )

Preston NE 1 - 1 Swansea
0-1 Courtney Baker-Richardson ('55 )
1-1 Daniel Johnson ('61 , víti)
Rautt spjald:Josh Earl, Preston NE ('81)

Reading 2 - 0 Nott. Forest
1-0 John Swift ('23 )
2-0 Jack Robinson ('87, sjálfsmark)
Rautt spjald: ,Danny Fox, Nott. Forest ('63)
Rautt spjald: Tendayi Darikwa, Nott. Forest ('83)

Sheffield Utd 1 - 0 QPR
1-0 David McGoldrick ('38 )

West Brom 1 - 1 Norwich
1-0 Dwight Gayle ('12 )
1-1 Jordan Rhodes ('82 )

Wigan 3 - 0 Aston Villa
1-0 Gary Roberts ('41 )
2-0 Michael Jacobs ('79 )
3-0 Joe Garner ('83 , víti)
Athugasemdir
banner
banner