lau 12. janúar 2019 19:48
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Cutrone kom af bekknum og sló Sampdoria úr leik
Mynd: Getty Images
Patrick Cutrone var hetja AC Milan er liðið heimsótti Sampdoria í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins.

Staðan var markalaus eftir jafnar 90 mínútur og tóku heimamenn í Sampdoria öll völd á vellinum í framlengingunni.

Cutrone kom inná í upphafi framlengingarinnar og kom sínum mönnum yfir gegn gangi leiksins rétt fyrir leikhlé. Hann stýrði þá fullkominni fyrirgjöf frá Andrea Conti í netið.

Cutrone tvöfaldaði forystu Milan eftir laglega sendingu frá Hakan Calhanoglu í upphafi síðari hálfleiks. Rafael, markvörður Samp, fór of langt úr markinu og lyfti Cutrone knettinum skemmtilega yfir hann og í netið.

Lazio hafði þá betur gegn Novara og var fjórum mörkum yfir í hálfleik þar sem fjórar af helstu stjörnum heimamanna komust á blað.

Milan mætir annað hvort Napoli eða Sassuolo í 8-liða úrslitum á meðan Lazio á leik við Inter eða Benevento.

Sampdoria 0 - 2 AC Milan
0-1 Patrick Cutrone ('102)
0-2 Patrick Cutrone ('108)

Lazio 4 - 1 Novara
1-0 Luis Alberto ('12)
2-0 Ciro Immobile ('20)
3-0 Ciro Immobile ('35)
4-0 Sergej Milinkovic-Savic ('45)
4-1 U. Eusepi ('49, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner