Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 12. janúar 2019 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líkleg byrjunarlið Tottenham og Man Utd
Mynd: Guardian
Það ríkir mikil eftirvænting fyrir leik Tottenham og Manchester United á Wembley á morgun.

Þetta verður áhugaverður leikur að mörgu leyti. Þetta er fyrsta stóra prófraun Ole Gunnar Solskjær með Manchester United, en þarna er Solskjær að mæta Mauricio Pochettino, manninum sem er hvað mest orðaður við stjórastarfið hjá United.

Fyrir leikinn er Tottenham í fjórða sæti og Man Utd í sjötta, sex stigum á eftir Spurs.

Guardian hefur sett saman líkleg byrjunarlið fyrir leikinn.

Hjá gestunum er Eric Bailly í banni og Marcos Rojo meiddur, en annars ættu allir að geta spilað. Sanchez og Chris Smalling eru samt tæpir.

Pogba byrjar inn á miðjunni ef spá Guardian rætist og fremstu þrír verða Lingard, Martial og Rashford.

Hjá Tottenham eru Eric Dier og Victor Wanyama fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Mousa Dembele, Jan Vertonghen og Lucas Moura eru tæpir vegna meiðsla.

Son Heung-min spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham áður en hann fer í landsleikjahlé.

Annars eru bæði lið í nokkuð góðu standi og þetta ætti að verða áhugaverð viðureign.

Hér til hliðar má sjá líkleg byrjunarlið að mati Guardian.
Athugasemdir
banner
banner