Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. janúar 2019 11:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Reykjavíkurmótið: Valur byrjar á sigri - Fjölnir lagði ÍR
Garðar var á skotskónum fyrir Val.
Garðar var á skotskónum fyrir Val.
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Fjölnir hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Reykjavíkurmótinu undir stjórn Ásmundar.
Fjölnir hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Reykjavíkurmótinu undir stjórn Ásmundar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru tveir leikir í A-riðli Reykjavíkurmóts karla í gær.

Íslandsmeistarar Vals mættu lærisveinum Arnars Gunnlaugssonar í Víkings og þrátt fyrir að hafa vantað marga í lið Vals þá var liðið mjög sterkt. Breiddin er gífurleg hjá Hlíðarendarliðinu.


Haukur Páll Sigurðsson kom Val yfir á fimmtu mínútu og stuttu síðar bætti Garðar Gunnlaugsson við öðru marki. Staðan var 2-0 í hálfleik en um miðjan seinni hálfleikinn minnkaði Nikolaj Hansen muninn fyrir Víking.

Þar við sat og urðu lokatölur því 2-1 fyrir Val, sem er með þrjú stig en þetta var fyrsti leikur liðsins í Reykjavíkurmótinu. Víkingur er einnig með þrjú stig eftir sigur á ÍR í fyrsta leik.

Á toppi riðilsins er Fjölnir eftir 2-0 sigur á ÍR í gær. Ásmundur Arnarsson er að fara vel af stað með Fjölni.

Guðmundur Karl Guðmundsson og Torfi Tímoteus Gunnarsson skoruðu fyrir Fjölnismenn í leiknum í gær. Fjölnir hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Reykjavíkurmótinu, en liðið hafði betur gegn Leikni í fyrsta leik.

Valur 2 - 1 Víkingur R.
1-0 Haukur Páll Sigurðsson ('5)
2-0 Garðar Gunnlaugsson ('13)
2-1 Nikolaj Hansen ('62)

ÍR 0 - 2 Fjölnir
0-1 Guðmundur Karl Guðmundsson ('18)
0-2 Torfi Tímoteus Gunnarsson ('71)

Það er leikið í B-riðli Reykjavíkurmóts karla í dag. Báðir leikir eru í Egilshöll.

Reykjavíkurmót karla B-riðill
15:15 KR - Fram
17:15 Fylkir- Þróttur R.
Athugasemdir
banner
banner