Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. janúar 2019 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Valencia og Alaves misstigu sig
Stuani er næstmarkahæstur í spænsku deildinni með 12 mörk.
Stuani er næstmarkahæstur í spænsku deildinni með 12 mörk.
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum er lokið í spænska boltanum í dag þar sem Alaves mistókst að vinna þriðja leik sinn í röð og taka þannig þriðja sætið af Sevilla.

Cristhian Stuani kom Girona yfir snemma leiks gegn Alaves í dag en Borja Baston jafnaði fyrir gestina í upphafi síðari hálfleiks og voru lokatölurnar 1-1.

Rodrigo Moreno klúðraði þá vítaspyrnu er Valencia gerði svekkjandi jafntefli við Real Valladolid og situr enn um miðja deild, þremur stigum frá Evrópusæti.

Leganes kom sér þá í þægilega stöðu í fallbaráttunni með sigri á botnliði Huesca, sem er átta stigum frá öruggu sæti.

Valencia 1 - 1 Valladolid
0-0 Rodrigo Moreno ('54 , Misnotað víti)
1-0 Daniel Parejo ('71 )
1-1 Ruben Alcaraz ('82 )

Girona 1 - 1 Alaves
1-0 Christian Stuani ('12 )
1-1 Borja Baston ('50 )

Leganes 1 - 0 Huesca
1-0 Youssef En-Nesyri ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner