banner
   lau 12. janúar 2019 16:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfari Nantes harðorður í garð leikmanna eins og Kolbeins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vahid Halilhodzic, þjálfari Nantes, vill ólmur losna við þá leikmenn sem eru ekki að spila neitt. Á meðal þessara leikmanna er íslenski landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson.

Kolbeinn hefur verið í viðræðum við Nantes um riftun á samningi en svo virðist sem viðræðurnar gangi illa.

Halilhodzic segist vilja halda hópnum nokkurn veginn eins og hann er. Hann vill ekki missa lykilmenn, en hann er þó tilbúinn að losa sig við leikmenn sem eru ekkert að spila. Hann er harðorður í garð þessara leikmanna.

„Þetta eru leikmenn sem ég vil ekki. Þetta angrar mig mikið. Ég hef ekki orð til að lýsa því hvernig sumir leikmenn haga sér. Ég vil breyta til vegna þess að félagið á þetta ekki skilið," sagði Halilhodzic að því er kemur fram hjá Presse-Océan, sem er tímarit frá Nantes.

Kolbeinn þarf að koma sér í félag þar sem hann spilar ef hann ætlar að vera með Íslandi í undankeppni EM sem hefst í mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner