Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. janúar 2019 15:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tölfræðin sem á að sanna að Gylfi sé mest skapandi í deildinni
Gylfi í leik með Everton. Hann er að eiga mjög gott tímabil.
Gylfi í leik með Everton. Hann er að eiga mjög gott tímabil.
Mynd: Getty Images
Liverpool Echo birtir í dag grein þar sem fjallað er um það af hverju Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Everton, sé mest skapandi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Blaðamaður Liverpool Echo tekur saman tölfræði sem hann telur sanna þessa ályktun sína.

-Sendingar Gylfa Sigurðssonar enda oftar í marktækifæri en hjá nokkrum öðrum leikmanni deildarinnar.

-Gylfi hefur átt 511 sendingar í deildarleikjum á þessu tímabili.

-43 af þessum sendingum hafa endað í marktækifæri fyrir liðsfélaga samkvæmt tölfræði frá Opta.

-Það gerir eitt marktækifæri fyrir hverjar 11,9 sendingar - betra hlutfall en hjá nokkrum öðrum leikmanni sem hefur átt 500 sendingar eða meira.

-Mo Salah kemur næstur með eitt færi á hverjar 13,0 sendingar og svo er það James Maddison með eitt færi á hverjar 15,4 sendingar.

Jorginho, miðjumaður Chelsea, hefur átt tæplega 2000 sendingar, meira en nokkur annar leikmaður í deildinni, en á enn eftir að eiga eina stoðsendingu. Jorginho hefur aðeins skapað 11 marktækifæri, það gerir eitt færi á hverjar 172,4 sendingar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner