Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. febrúar 2013 10:04
Magnús Már Einarsson
Leiknismenn gleymdu bikarnum í sundlaug í nótt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir Reykjavík varð í gær Reykjavíkurmeistari í meistaraflokki í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Leiknismenn unnu KR 3-2 í dramatískum leik þar sem Sævar Freyr Alexandersson skoraði sigurmarkið undir lokin.

Leikmenn Leiknis fögnuðu sigrinum ógurlega í leikslok og fögnuðurinn virðist hafa staðið fram á nótt.

Í það minnsta fundu starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar bikarinn í Breiðholtslaug í nótt en einhverjir leikmenn Leiknis höfðu gleymt honum þar.

,,Kæru Leiknismenn. Til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn! Við fundum bikarinn ykkar í Breiðholtslaug í nótt. Þið getið nálgast hann hjá okkur. :)," skrifaði Öryggismiðstöðin á Facbook síðu sína í dag.
Athugasemdir
banner
banner