Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. febrúar 2019 22:12
Arnar Helgi Magnússon
Championship: Bolton vann sinn fyrsta deildarleik á árinu
Mynd: Getty Images
Famara Diedhiou fagnar marki sínu í kvöld ásamt liðsfélögum.
Famara Diedhiou fagnar marki sínu í kvöld ásamt liðsfélögum.
Mynd: Getty Images
Fimm leikir voru á dagskrá í ensku Championship-deildinni í kvöld. Umferðin klárast annað kvöld með sjö leikjum.

Bolton vann gífurlega mikilvægan sigur á Birmingham en með sigrinum er liðið komið með 26 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Birmingham siglir lygnan sjó í 9. sæti deildarinnar.

Rotherham náði í gott jafntefli gegn Hull á útivelli en Rotherdam, líkt og Bolton að berjast á botninum. Hull komst í 2-0 en gestirnir í Rotherdam höfðu jafnað eftir einungis tíu mínútur af síðari hálfleik.

Bristol City komst upp í 5. sæti deildarinnar með góðum heimasigri á QPR. Gestirnir komust yfir en Bristol jafnaði á 73. mínútu. Sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma, eða nánar tiltekið á þriðju mínútu uppbótartíma. Ansi mikilvægur sigur í toppbaráttunni.

Milwall og Sheffield Wednesday gerðu markalaust jafntefli en Millwall tekur stiginu sennilega fagnandi enda liðið í harðri fallbaráttu.

West Brom og Nottingham Forest mættust síðan í síðasta leik kvöldsins. Stefan Johansen kom Forest yfir eftir tæpar sex mínútur þegar að hann setti boltann í eigið net Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.

Jacob Murphy jafnaði leikinn á 54. mínútu en sú forysta stóð einungis yfir í tæpar tíu mínútur en Ryan Yates kom Forest yfir á nýjan leik. Jöfnunarmark WBA kom á 89. mínútu úr vítaspyrnu sem að Jay Rodriguez tók, lokatölur því 2-2.

Birmingham 0 - 1 Bolton
0-1 Callum Connolly ('71 )

Hull City 2 - 2 Rotherham
1-0 Bowen ('2 )
2-0 Campbell ('23 )
2-1 Forde ('48 )
3-1 McKenzie ('55 , sjálfsmark)

Millwall 0 - 0 Sheffield Wed

West Brom 2 - 2 Nott. Forest
1-0 Stefan Johansen ('6 , sjálfsmark)
2-0 Jacob Murphy ('54 )
2-1 Ryan Yates ('65 )
3-1 Jay Rodriguez ('89 , víti)

Bristol City 2 - 1 QPR
0-1 Matt Smith ('45 )
1-1 Niclas Eliasson ('73 )
2-1 Famara Diedhiou ('90 , víti)
Athugasemdir
banner
banner