þri 12. febrúar 2019 10:00
Magnús Már Einarsson
Gordon Banks látinn
Gordon Banks (til vinstri) og Pele.
Gordon Banks (til vinstri) og Pele.
Mynd: Getty Images
Gordon Banks, fyrrum markvörður enska landsliðsins, er látinn 81 árs að aldri.

Banks hefur verið að berjast við krabbamein og hann lést í nótt. Fyrrum félag hans Stoke greindi frá tíðindunum í dag.

Banks var markvörður enska landsliðsins sem vann HM 1966 og þá átti hann mjög fræga markvörslu frá Pele á HM 1970.

Á löngum ferli sínum spilaði hann yfir 600 leiki, flesta með Leicester og Stoke.

Landsliðsferill Banks var frá 1963 til 1972 en hann lék samtals 73 landsleiki fyrir England hönd.

Hér að neðan á sjá vörsluna frægu frá Pele.






Athugasemdir
banner