Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. febrúar 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Marcelo vissi að Ronaldo væri að fara
Mynd: Getty Images
Brasilíski bakvörðurinn Marcelo hefur verið orðaður sterklega við Juventus á tímabilinu og er mögulegt að hann skipti yfir til Ítalíu næsta sumar.

Marcelo verður 31 árs gamall í maí og vill ólmur spila aftur með góðvini sínum Cristiano Ronaldo sem fór yfir til Juve í fyrra.

Marcelo hefur verið gagnrýndur á tímabilinu og er byrjunarliðssæti hans hjá Real í hættu. Hinn ungi Sergio Reguillon er búinn að spila níu deildarleiki á tímabilinu og Marcelo tólf.

„Juventus er stórkostlegt félag. Ég man þegar ég skipti á treyjum við Pavel Nedved," sagði hann við Esporte Interativo.

„Ég er samningsbundinn Real Madrid. Ég veit ekki hvaðan orðrómarnir koma, ég veit ekki til þess að það hafi verið nein samskipti á milli félaganna vegna mín."

Marcelo og Ronaldo voru bestu vinir hjá Real Madrid og var gríðarleg umræða í kringum framtíð Ronaldo fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Liverpool í fyrra. Marcelo viðurkennir að Ronaldo hafi sagt sér frá ákvörðun sinni fyrir leikinn.

„Við vorum að æfa fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar hann sagði mér að hann ætlaði að skipta um félag. Hann viðurkenndi það fyrir mér og svo þurfti ég að ljúga að ykkur í viðtölum."
Athugasemdir
banner
banner