þri 12. febrúar 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Meiri kraftur í Smalling eftir að hann varð vegan
Mynd: Getty Images
Chris Smalling segir að sér líði mikið betur eftir að hafa gjörbreytt mataræði sínu fyrir áramót og orðið vegan.

Smalling er 29 ára gamall og segist finna fyrir bættum árangri á æfingum og auknum styrk. Hann segist auk þess vera sneggri að jafna sig eftir líkamlegt erfiði.

Hann var frá í tvo mánuði vegna meiðsla en kom aftur um helgina og lék í 90 mínútur í 0-3 sigri gegn Fulham.

„Vöðvarnir eru að stækka og ég næ betri árangri á æfingum, ég er að verða sterkari og sterkari. Ég er sneggri að ná mér eftir æfingar og leiki, þetta er frábært," sagði Smalling.

„Ég er búinn að tala við næringarfræðinginn og yfirkokkinn um þetta og núna er alltaf vegan matur með hinum matnum. Liðsfélagarnir eru forvitnir og er vegan maturinn yfirleitt búinn þegar við göngum frá borði."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner