Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 12. febrúar 2019 21:58
Arnar Helgi Magnússon
Meistaradeildin: Fyrsta tap Solskjær kom gegn PSG - Pogba sá rautt
Mbappe fagnar marki sínu í kvöld.
Mbappe fagnar marki sínu í kvöld.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nicolo Zaniolo skoraði tvö í kvöld
Nicolo Zaniolo skoraði tvö í kvöld
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel varð í kvöld fyrsti stjórinn til þess að skáka Ole Gunnar Solskjær þegar PSG vann sigur á Manchester United í Meistaradeildinni í kvöld.

Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en bæði lið fengu færi til þess að skora.

Ole Gunnar þurfti að gera tvær breytingar rétt fyrir hálfleik og í hálfleik þegar Anthony Martial og Jesse Lingard meiddust. Alexis Sanchez og Juan Mata komu inná.

Gestirnir frá Parísarborg komust yfir þegar tæpar átta mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Ángel Di María tók þá hornspyrnu sem rataði á fjærstöngina, þangað var Presnel Kimpembe mættur og hann setti boltann í netið eftir að Nemanja Matic sofnaði á verðinum í varnarleiknum.

Kylian Mbappé tvöfaldaði forystu PSG tæpum sjö mínútum síðar eftir hraða sókn en hann fékk þá sendingu frá Angel Di Maria á milli tveggja varnarmanna og hann kláraði af stuttu færi.

Paul Pogba fékk að líta sitt annað gula spjald undir lok leiks þegar hann braut á Dani Alves. Frakkinn verður því í banni í síðari leik liðanna í París. Alls voru tíu spjöld gefin í leiknum og frammistaða dómarans mikið til umræðu á samfélagsmiðlum á meðan leiknum stóð.

Það má því segja eftir leik kvöldsins að PSG sé í geggjaðri stöðu fyrir síðari leikinn í París með tvö útivallarmörk í farteskinu.

Porto náði mikilvægu útvallarmarki á Ítalíu
Það var einnig markalaust í leik Roma og Porto í hálfleik en það færðist meira fjör í leikinn í þeim síðari.

Nicoló Zaniolo kom heimamönnum yfir á 70. mínútu þegar hann skaut frá vítateigslínunni með hægri fæti í vinstra hornið eftir undirbúning frá Edin Dzeko.

Það var síðan sama uppskrift tæpum sjö mínútum síðar þegar Edin Dzeko rúllaði boltanum á Zaniolo sem skoraði af stuttu færi. Adrian Lopez klóraði í bakkann fyrir gestina stuttu síðar eftir sendingu frá Tiquinho.

Það er því allt galopið fyrir síðari leik liðanna sem að fram fer í Portúgal þann 6. mars.

Manchester Utd 0 - 2 Paris Saint Germain
0-1 Presnel Kimpembe ('53 )
0-2 Kylian Mbappe ('60 )
Rautt spjald:Paul Pogba, Manchester Utd ('89)

Roma 2 - 1 Porto
1-0 Nicolo Zaniolo ('70 )
2-0 Nicolo Zaniolo ('76 )
2-1 Adrian Lopez ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner