Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 12. febrúar 2019 18:45
Magnús Már Einarsson
Rose byrjar ekki gegn Dortmund - Vertonghen í bakverði?
Danny Rose er meiddur.
Danny Rose er meiddur.
Mynd: Getty Images
Danny Rose verður ekki í byrjunarliði Tottenham gegn Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Rose meiddist undir lokin í 3-1 sigrinum á Leicester á sunnudag en hinn réttfætti Kyle Walker-Peters leysti hann af hólmi.

Rose æfði ekki í dag og óvíst er hvort hann geti verið í leikmannahópnum á morgun. Maurico Pochettino, stjóri Tottenham, staðfesti að Rose byrji ekki leikinn.

„Það er ómögulegt fyrir hann að byrja. Við skoðum hann í fyrramálið og ákveðum hvort hann verði á bekknum," sagði Pochettino í dag.

Þar sem vinstri bakvörðurinn Ben Davies er einnig meiddur er líklegt að miðvörðurinn Jan Vertonghen byrji í vinstri bakverði á morgun. Walker-Peters kemur einnig til greina.

Tottenham verður án lykilmannanna Harry Kane og Dele Alli á morgun en þeir eru báðir ennþá á meiðslalistanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner