Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. febrúar 2020 22:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Átta leikmenn fæddir eftir aldamót spiluðu hjá ÍA
Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á sem varamaður og skoraði í kvöld.
Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á sem varamaður og skoraði í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR lagði ÍA í Akraneshöllinni í kvöld. ÍA komst í 1-0 og 2-1 en KR kláraði leikinn undir lokin.

ÍA lék með ungt lið í kvöld en Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði liðsins, var elstur heimamanna. Óttar verður þrítugur í apríl. Fjórir leikmenn fæddir eftir aldamót byrjuðu leikinn hjá ÍA í kvöld og fjórir komu inn á sem varamenn.

KR tefldi fram reynslumiklu liði en meðalaldur byrjunarliðs ÍA var 22,9 ár á mót 29,6 ár (upplýsingar fengnar af urslit.net). Stefán Árni Geirsson fæddur árið 2000 var yngsti leikmaður KR sem tók þátt í leiknum í kvöld.

KR-ingar hafa auðvitað sannað það með Íslandsmeistaratitli sínum á síðustu leiki að það er ekkert verra að spila með reynslumikið lið þar sem oft var talað um gamalt KR-lið síðasta sumar en titillinn vannst sannfærandi hjá Vesturbæjarstórveldinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner