Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. febrúar 2020 11:30
Magnús Már Einarsson
„Ljónið í Wanyama horfið"
Victor Wanyama fagnar marki gegn Liverpool.
Victor Wanyama fagnar marki gegn Liverpool.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
The Athletic er í dag með ítarlega grein um Victor Wanyama, miðjumann Tottenham. Fyrir þremur árum var Wanyama í lykilhlutverki hjá Tottenham þegar liðið endaði í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Síðan þá hefur hallað undan fæti og á þessu tímabili hefur Keníamaðurinn einungis spilað 24 mínútur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni. Hann var ekki valinn í Meistaradeildarhóp Tottenham fyrir síðari hluta tímabils.

Wanyama meiddist illa á hné sumarið 2017 og eftir þau meiðsli hefur hann ekki náð sér aftur á strik.

„Ljónið í Victor er horfið," sagði einn heimildarmaður í samtali við The Athletic.

Síðastliðið vor virtist Wanyama vera að komast aftur í gang en hann byrjaði í báðum undanúrslitaleikjunum gegn Ajax í Meistaradeildinni. Hann var tekinn af velli í hálfleik í síðari leiknum og spilaði ekki í úrslitaleiknum gegn Liverpool.

Í fyrrasumar var Wanyama nálægt því að fara til Club Brugge í Belgíu en Tottenham var tilbúið að selja hann þá. Í janúar reyndi Tottenham aftur að selja Wanyama en ekki tókst að finna félag sem vildi kaupa hann. Amiens í Frakklandi, Fiorentina á Ítalíu og hans gamla félag Celtic í Skotlandi sýndu áhuga en ekkert af þeim náði samningum.

Talið er að hluti af ástæðunni fyrir því að Wanyama hefur ekki ennþá farið frá Tottenham sé að hann sé tregur til að taka á sig launalækkun en hann er með 65 þúsund pund í laun á viku.

Ólíklegt er að Wanyama spili mikið fleiri leiki fyrir Tottenham en þessi 28 ára gamli leikmaður mun væntanlega finna sér nýtt félag í sumar og reyna að koma ferli sínum á flug á nýjan leik.
Athugasemdir
banner
banner