banner
föstudagur 29. mars
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
mánudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 24. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
laugardagur 23. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 22. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
fimmtudagur 21. september
Sambandsdeildin
miðvikudagur 20. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 18. september
fimmtudagur 14. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
miðvikudagur 13. september
þriðjudagur 12. september
Undankeppni EM U21 landsliða
mánudagur 11. september
Undankeppni EM
sunnudagur 10. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
föstudagur 29. mars
Engin úrslit úr leikjum í dag
fös 12.feb 2021 23:30 Mynd: Selfoss
Magazine image

Skin og skúrir áður en stóra tækifærið bauðst - „Hugsaði að ég hefði engu að tapa"

Kristrún Rut Hassing Antonsdóttir hélt haustið 2017 til Ítalíu og lék þá með liði Chieti. Hún kom heim í Selfoss sumarið 2018 en hefur síðan verið á flakki um Evrópu, leikið með Roma, Avaldsnes, BSF, Mallbackens og gekk í raðir St. Pölten í Austurríki á dögunum.

Kristrún er mjög frambærileg körfuboltakona og á marga leiki að baki með Hamri í efstu deild. Hún ákvað árið 2014 að einbeita sér að fótboltanum að fullu. Fótbolti.net hafði samband við Kristrúnu í vikunni og spurði hana út í Evrópuævintýrið.

Mallbacken IF var skref aftur inn í atvinnumensku en þó skref aftur á bak að mínu mati.
Mallbacken IF var skref aftur inn í atvinnumensku en þó skref aftur á bak að mínu mati.
Mynd/Mallbackens
Svíþjóð í Covid var æðisleg!
Svíþjóð í Covid var æðisleg!
Mynd/Mallbackens
Það sem fótboltinn hefur gefið mér vegur þar á móti.
Það sem fótboltinn hefur gefið mér vegur þar á móti.
Mynd/Mallbackens
Maður fann ekki fyrir þessu andlega áreyti af stanslausum takmörkunum og endalausri umfjöllun um Covid.
Maður fann ekki fyrir þessu andlega áreyti af stanslausum takmörkunum og endalausri umfjöllun um Covid.
Mynd/Mallbackens
Ég hef verið að leysa bæði kant og bakvörð, mögulega meira en ég hef fengið að spila miðju
Ég hef verið að leysa bæði kant og bakvörð, mögulega meira en ég hef fengið að spila miðju
Mynd/Mallbackens
En þegar leið á þá fann ég fyrir mikilli togstreitu og löngunin til að prófa atvinnumensku leyndi sér lítið.
En þegar leið á þá fann ég fyrir mikilli togstreitu og löngunin til að prófa atvinnumensku leyndi sér lítið.
Mynd/Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Hugsaði fyrst með mér að þetta væri rosa fyndinn djókur sem þeir á Selfossi væru með
Hugsaði fyrst með mér að þetta væri rosa fyndinn djókur sem þeir á Selfossi væru með
Mynd/Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Tilboðið sem ég sé mest eftir að hafa ekki tekið var frá félagi í Englandi en ég ákvað að taka tilboðinu í Róm frekar.
Tilboðið sem ég sé mest eftir að hafa ekki tekið var frá félagi í Englandi en ég ákvað að taka tilboðinu í Róm frekar.
Mynd/Roma
Kvennaliðið var að stíga sín fyrstu skref og það er sögulegt.
Kvennaliðið var að stíga sín fyrstu skref og það er sögulegt.
Mynd/Fabio Cittadini/Roma
Hversu lítið ég naut þess að vera í fótbolta og hvað ég var nálægt því að hreinlega hætta eða taka mér pásu.
Hversu lítið ég naut þess að vera í fótbolta og hvað ég var nálægt því að hreinlega hætta eða taka mér pásu.
Mynd/BSF
Það má segja að ég hafi verið frekar strand andlega.
Það má segja að ég hafi verið frekar strand andlega.
Mynd/BSF
Það er mikill munur á gæðum eftir því hvaða lið í Danmörku er fjallað um
Það er mikill munur á gæðum eftir því hvaða lið í Danmörku er fjallað um
Mynd/BSF
Ég var smá hissa en mjög spennt fyrir þessu tækifæri sem hefur einnig náð að fullvissa mig sjálfa um mína getu
Ég var smá hissa en mjög spennt fyrir þessu tækifæri sem hefur einnig náð að fullvissa mig sjálfa um mína getu
Mynd/St. Pölten
Meistaradeildin var alltaf eitthvað sem mig dreymdi um að upplifa
Meistaradeildin var alltaf eitthvað sem mig dreymdi um að upplifa
Mynd/St. Pölten
Ég hugsaði með mér að ég hafði engu að tapa
Ég hugsaði með mér að ég hafði engu að tapa
Mynd/Selfoss
Ég var nánast búin að ákveða að ég myndi bara taka næsta tímabil með Selfossi og sjá hvað myndi verða eftir það.
Ég var nánast búin að ákveða að ég myndi bara taka næsta tímabil með Selfossi og sjá hvað myndi verða eftir það.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þá var ég hreinlega búin að þreyta sjálfa mig um of andlega með of mikilli pressu og óraunhæfum væntingum.
Þá var ég hreinlega búin að þreyta sjálfa mig um of andlega með of mikilli pressu og óraunhæfum væntingum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafði alltaf hugsað með mér að það væri þá bara búbót því ekki er auðvelt að koma sér inn í þær aðstæður
Hafði alltaf hugsað með mér að það væri þá bara búbót því ekki er auðvelt að koma sér inn í þær aðstæður
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mjög nýtt fyrir mér að vera í liði sem er besta liðið í deildinni.
Það er mjög nýtt fyrir mér að vera í liði sem er besta liðið í deildinni.
Mynd/Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Þá hugsaði ég mig vel um það hvort ég ætti að finna mér annað lið
Þá hugsaði ég mig vel um það hvort ég ætti að finna mér annað lið
Mynd/Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
 Ofan á það þá náði ég mínum persónulegu markmiðum.
Ofan á það þá náði ég mínum persónulegu markmiðum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég hugsa að ég hafi byrjað að skora sumarið 2017 hreinlega út af því að við sem lið unnum ótrúlega vel saman
Ég hugsa að ég hafi byrjað að skora sumarið 2017 hreinlega út af því að við sem lið unnum ótrúlega vel saman
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
 Það var ótrúlega strembið til lengdar að fara á tvær æfingar á dag með skóla.
Það var ótrúlega strembið til lengdar að fara á tvær æfingar á dag með skóla.
Mynd/Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Tækifæri sem ég hreinlega gat ekki sagt nei við"
Þurfti að velja á milli um tvítugt
Byrjum á að kynnast hinni 26 ára Kristrúnu aðeins sem leikmanni áður en við höldum í Evrópuævintýrið. Hvaða stöður hefur hún verið að leysa á ferlinum til þessa og hefur það breyst eftir að hún fór erlendis?

„Já, það hefur breyst aðeins. Ég hef verið að leysa bæði kant og bakvörð, mögulega meira en ég hef fengið að spila miðju," sagði Kristrún.

Kristrún var eins og áður segir frambærileg í körfuboltanum, lék 133 leiki með Hamri á árunum 2010-2015. Hvenær ákvað hún að velja fótboltann fram yfir körfuna?

„Ég ákvað að velja fótboltann í kringum 2014 minnir mig af því að ég þurfti hreinlega að velja á milli. Það var ótrúlega strembið til lengdar að fara á tvær æfingar á dag með skóla. Ákvörðunin var erfið þar sem ég var ótrúlega lengi að iðka báðar íþróttir í hæstu deildum á Íslandi og eilítið erfitt að slíta sig frá öðru hvoru. Þegar samt loksins kom að ákvörðuninni þá fannst mér hún ekki það erfið, hún var búin að fá að meltast vel og lengi og það voru allir sem stóðu með mér í þeirri ákvörðun."

Hvort er skemmtilegra að skora körfu eða skora mark?

„Að skora körfu í körfubolta er aðeins algengara en að skora mark þannig ég myndi segja að það sé skemmtilegra að skora mark."

Kristrún á leiki með Pepperdine háskólanum árið 2015 og framhaldsskólanum Potomac tímabilið 2012/13. Var það í gengum körfuna eða fótboltann?

„Ég var búin að velja fótboltann áður en ég fór út í háskóla í Bandaríkjunum og var það í gegnum fótboltann. Hjá Potomac senior high school var ég í skiptinámi og stundaði þar bæði fótbolta og körfubolta."

Skoraði níu mörk þegar Selfoss komst aftur upp
Kristrún lék með Hamri í körfuboltanum og skipti yfir í Selfoss í 4. flokki. Hvers vegna gerði hún það?

„Það var út af því að við vorum aðeins þrjár til fjórar stelpur sem mættum á æfingar hjá Hamri."

Kristrún lék fáa leiki sumrin 2013 og 2015. Hvað gerðist þar?

„Sumarið 2013 þá spilaði ég aðeins einn leik þar sem ég kom heim úr skiptinámi frá Bandaríkjunum þegar tímabilið var þegar farið af stað og fótboltinn þar sem ég var í Bandaríkjunum var ekki nógu góður. Spilaði ég þess vegna aðallega með 2. flokki það sem eftir var af sumrinu en spilaði þó einn leik með meistaraflokki."

„Sumarið 2015 þá spilaði ég engan leik þar sem ég sleit innra liðband í hnéi í síðasta æfingaleik fyrir mót og missti því af sumrinu."


Selfoss kemst upp í efstu deild haustið 2017 eftir að Kristrún hafði raðað inn mörkum. Árið áður hafði liðið fallið úr efstu deild. Hvað kemur til að hún fór að skora í bunkum?

„Ég hugsa að ég hafi byrjað að skora sumarið 2017 hreinlega út af því að við sem lið unnum ótrúlega vel saman og stelpurnar voru mikið að finna mig. Einnig er það fyrsta sumarið sem ég fékk meira svigrúm til að spila ofar á miðjunni."

Hvert var þitt uppáhalds tímabil með Selfossi?

„Uppáhalds tímabilið mitt með Selfossi var einmitt sumarið 2017 af því að við vorum ótrúlega góður hópur sem náði flest öllum þeim markmiðum sem við höfðum sett okkur. Ofan á það þá náði ég mínum persónulegu markmiðum."

Var Kristrún einhvern tímann nálægt því að fara í annað lið á Íslandi?

„Eftir tímabilið 2016, þegar við féllum, þá hugsaði ég mig vel um það hvort ég ætti að finna mér annað lið, sem væri í efstu deild en ég fann ekki fyrir neinum áhuga frá öðrum félögum. Ég hef aldrei heyrt frá neinum félögum að fyrra bragði og ég svo sem ekki haft samband við nein heldur."

Hún segir að 2017 hafi verið besta sumarið sitt með Selfossi en veturinn áður hafði hún hugsað um þann möguleika að halda annað. Eftir á að hyggja jákvætt að hún varð áfram á Selfossi?

„Já, upp að vissu marki. Þetta var hreinlega ákvörðun sem ég tók án þess að skoða aðra kosti. Ákvörðun sem ég stóð með og geri enn - að halda áfram með Selfossi."

Hélt að Selfyssingar væru að grínast í sér
Haustið 2017 hafði Chieti á Ítalíu samband við Kristrúnu og ákvað hún að stökkva á það tækifæri og lék með liðinu. Hvernig kom Chieti upp á borðið til hennar?

„Chieti kom upp á mjög skondinn máta. Ég var flutt til Danmerkur til að stunda nám og byrjuð að æfa með BSF. Ég hafði verið þar í um það bil tvo mánuði þegar stjórnin á Selfossi sendir mér skilaboð um það hvort ég hefði nokkuð áhuga á að fara til Ítalíu að spila. Ég hugsaði fyrst með mér að þetta væri rosa fyndinn djókur sem þeir á Selfossi væru með, en síðar útskýrðu þeir að svo var ekki, heldur fengu þeir tölvupóst frá Chieti, ítölsku félagi í B-deildinni, sem hafði mikinn áhuga á að bjóða mér samning. Ég hef ennþá ekki hugmynd um það hvernig þeir vissu af mér eða hvernig þeir komu sér í samband við Selfoss."

Hvernig var veran hjá Chieti?

„Þegar ég var komin út þá fannst mér virkilega óvenjulegt að liðið æfði aðeins þrisvar sinnum í viku og hina dagana sem ég ákvað að nýta í einkaþjálfun þá þurfti ég að fá leyfi frá þjálfaranum til að fara í ræktina þar sem honum líkaði ekki að leikmenn væru að fara í ræktina. Ég fór inn í þetta félag og þessa deild frekar blint þannig mér fannst ég hafa komið sjálfri mér inn í þessar aðstæður og var staðráðin í að láta þetta ganga upp þar sem þetta var fyrsti atvinnusamningurinn og mögulega sá eini."

„Ég var sátt með leiktímann og hlutverk, þó svo að ég hefði viljað hafa meiri áhrif og betrumbætt leik liðsins meira. Liðinu gekk vel þann tíma þegar ég var hjá þeim, markmiðið var að fara upp í Serie A og misstum við rétt svo af umspili út frá úrslitum annarra liða. Það eftirminnilegasta frá þessum tíma var upplifunin og menningin sem mér fannst alveg hreint mögnuð."


Vildi félagið fá þig aftur fyrir næsta tímabil?

„Já, félagið hafði áhuga á að fá mig aftur en það kom ekki til greina hjá mér."

Togstreita, námið eða fótboltinn?
Hvernig var getustigið í Serie B miðað við 1. deildina á Íslandi? Hvar á Ítalíu er Chieti?

„Að mínu mati var getustigið undir pari á við 1. deildina á Íslandi. Chieti er í Abruzzo héraðinu í um það bil einni til tveggja klukkustunda fjarlægð frá Róm í bíl."

Kristrún greindi frá því í viðtali haustið 2017 að hún væri búin að hefja nám í Danmörku. Var ekkert mál fyrir hana að hoppa frá náminu til Ítalíu?

„Ég var upphaflega byrjuð í prívat skóla í fatahönnun í Kaupmannahöfn og var það númer eitt hjá mér á þeim tíma. Ég hafði tekið þá ákvörðun að fyrst og fremst þá væri ég í námi og ætlaði að segja nei við ítalska tilboðinu. En þegar leið á þá fann ég fyrir mikilli togstreitu og löngunin til að prófa atvinnumensku leyndi sér lítið."

„Það var ekki dans á rósum að slíta sig frá skólanum þar sem ég var búin að borga hálfan handlegginn fyrir nám sem ég fékk ekki að sitja og til að byrja með þá var það hreinlega þannig að ég myndi fara til Ítalíu og fara síðan aftur í skólann þegar tímabilinu á Ítalíu var lokið. Þegar ég hafði síðan áttað mig á því að þetta væri eitthvað sem ég gæti hugsað mér að gera til lengri tíma þá útskýrði ég það fyrir eiganda skólans og hann skildi það mæta vel."


Fékk Kristrún eitthvað af námsgjöldunum endurgreitt?

„Það sem ég hafði borgað fékk ég ekki endurgreitt. Skólinn var borgaður á 2-3 mánaða fresti minnir mig og ég var búin að borga fyrir tvö slík tímabil."

Sér Kristrún eitthvað eftir þeirri ákvörðun að hafa hoppað frá náminu?

„Ég sé alveg smá eftir þeirri ákvörðun þar sem það var ótrúlega gaman í þessum skóla og eitthvað sem mig langaði virkilega að klára, en það sem fótboltinn hefur gefið mér vegur þar á móti."

Fjallað var um það á sínum tíma að Kristrún hefði stýrt víkingaklappinu hjá Chieti. Var ekkert mál að hafa sig í það? Hefur það komið upp hjá öðru félagi?

„Chieti stelpurnar eru þær einu sem hafa beðið mig um að stýra víkingaklappinu og var það ekkert mál í þann tíma sem þeim fannst það skemmtilegt."

Kom heim með óraunhæfar væntingar til sinnar sjálfrar
Við tökum stutta millilendingu á Íslandi áður en við höldum aftur til Ítalíu. Vorið 2018 kom Kristrún heim til Íslands og lék með Selfossi í efstu deild. Hvernig var að koma aftur í íslenska boltann úr þeim ítalska?

„Ef ég á að segja alveg eins og er þá var ótrúlega erfitt að koma inn í íslenska boltann úr þeim ítalska. Eins og ég minntist á þá æfði liðið á Ítalíu aðeins þrisvar sinnum í viku og þó svo að ég spilaði alla leiki þá fannst mér ég þurfa að hafa mikið fyrir því að halda mér á pari við þá getu sem ég hafði áður en ég hélt út til Ítalíu."

„Það var ekki spes staður til að vera á andlega vitandi það að maður var ekki búinn að bæta sig og pressan sem ég setti á sjálfa mig að koma til baka betri var verulega stressandi. Þegar ég mætti síðan á klakann þá var ég hreinlega búin að þreyta sjálfa mig um of andlega með of mikilli pressu og óraunhæfum væntingum. Ég fékk smá skell, en eins og svo oft áður þá gerir það mér bara gott því ég náði að endurstilla mig og mínar kröfur og komst aftur inn í Selfoss liðið áður en ég hélt út til Roma."


Kristrún lék átta leiki sumarið 2018 þegar Selfoss endaði í 6. sæti efstu deildar. Hversu langan tíma fannst henni það taka að ná almennilega lendingu í íslenska boltanum?

„Þetta voru minnir mig einhverjir þrír leikir sem tók að komast almennilega í hlutina. En andlega hafði þetta áhrif í lengri tíma."

„Fannst og finnst ennþá að ég hafi átt meira skilið"
Í ágúst 2018 hélt Kristrún til Rómar og missti þar með af lokasprettinum með Selfyssingum. Hvernig kom Róm upp á borðið?

„AS Roma og öll önnur lið sem ég hef farið í síðar hafa komið upp í gegnum umboðsmanninn sem ég kynntist í Chieti."

Hvernig var veran í Róm?

„Ég er og var alls ekki sátt með þann litla leiktíma sem ég fékk hjá Roma, ekki bara út af því að ég er kappsöm, heldur einnig út af því að mér fannst og finnst ennþá að ég hafi átt meira skilið. Það er margt sem viðkemur atvinnumennskunni sem hefur ekkert með fótbolta að gera og voru því miður margir þættir sem spiluðu inn í þann leiktíma sem ég fékk."

„Það eftirminnilegasta frá þessum tíma er félagið og menningin sem fylgdi fótboltanum í Róm. Liðinu gekk ekki eins og því var spáð, en þetta var fyrsta árið sem AS Roma var með kvennalið þanning ég myndi segja að okkur gekk ágætlega."


Er það eitthvað eitt sem Kristrún getur sett fingurinn á sem hafði áhrif á að hún spilaði ekki meira hjá Roma? Alls spilaði hún fimm deildarleiki með félaginu.

„Ég hugsa að það hafi margt haft áhrif, hvaða leikmönnum var auðveldast að spila ekki út af landsliðsmöguleikum og svo framvegis. Ég gæti nefnt fullt af hlutum en mér finnst það allt hljóma eins og afsakanir. Ég fékk ekki mikinn leikíma og það er bara þannig."

Náðiru að upplifa hversu stórt félag AS Roma er?

„Mér fannst ég ná að upplifa mikið hjá félaginu og sá hversu stórt félagið var. Kvennaliðið var að stíga sín fyrstu skref og það er sögulegt. Saga félagsins er svo gríðarleg að ég náði örugglega ekki að graspa hana alla."

Hvernig var að fara úr B-deildinni árið áður í A-deildina, var mikill getumunur?

„Það var mikill getumunur þar á milli. Það sást að hjá Roma var atvinnumannaumhverfi þegar litið var á alla hluti, þar var æft mun oftar, þyngri æfingar, meiri kröfur, meiri samkeppni og svo framvegis."

Hefur Kristrún fengið tilboð frá framandi löndum á undanförnum árum?

„Ég hef aðallega fengið tilboð frá félögum í Evrópu. Tilboðið sem ég sé mest eftir að hafa ekki tekið var frá félagi í Englandi en ég ákvað að taka tilboðinu í Róm frekar."

Mikil synd að þurfa rifta samningi í Noregi
Eftir einn vetur hjá AS Roma skrifaði Kristrún undir hjá Avaldsnes í apríl 2019. Hvernig kom það upp?

„Ég fór frá AS Roma og yfir í Avaldsnes sem þurfti virkilega á leikmanni að halda og í mínum augum var það hárrétt skref fyrir mig þar sem mig virkilega vantaði leiktíma. Það varð þó ekki raunin því eftir að hafa verið hjá félaginu í um það bil tvo mánuði setjast þjálfararnir og stjórnin niður með mér og gera mér grein fyrir því að þeir leikmenn sem voru meiddir, þegar ég var fengin til að koma, væru komnir til baka. Einnig hefðu þeir ekki gert ráð fyrir þessum aðstæðum en þeir ætluðu sér að spila þessum leikmönnum umfram mig, ég yrði fyrir aftan í goggunarröðinni."

„Ég hafði komið til liðsins með miklar væntingar um leiktíma og að þjálfararnir hefðu trú á minni getu sem leikmanni, en eftir þetta atvik þá kaus ég sjálf að rifta samningi. Ég taldi það best fyrir mína andlegu hlið að fara heim í stað þess að klára samning án leiktíma. Mér fannst það mikil synd þar sem mér líkaði mjög vel við allt í kringum klúbbinn."


Nálægt því hreinlega að hætta í fótbolta
Eftir tvo mánuði og fjóra deildarleiki með Avaldsnes þá hélt Kristrún til BSF, félagsins sem hún hafði æft með þegar hún hélt fyrst erlendis 2017. Hvernig var veran í Danmörku?

„Ég var mjög sátt með þann leiktíma sem ég fékk en liðið átti erfitt uppdráttar og var því erfitt að skapa sér eitthvað ákveðið hlutverk innan liðsins. Liðinu gekk ekki vel á þeim tíma sem ég var hjá félaginu, sem var einkennilegt þar sem við vorum með góðan hóp af stelpum og góðan þjálfara en það var eitthvað sem náði ekki að smella. Þegar ég var búin að vera þarna í mögulega mánuð til tvo þá var þjálfarinn rekinn sem mér fannst algjör synd þar sem okkur kom mjög vel saman og við enduðum fyrri hluta tímabilsins á að falla innan gæsalappa."

„Við vorum í rauninni ekki fallnar, heldur fórum við í umspil með öðru liði úr efstu deild og fjórum úr fyrstu deild. Eftir fyrri hluta tímabilsins voru minnir mig tólf stelpur sem skiptu yfir í önnur lið og þá varð seinni hluti tímabilsins erfiður. Minn samingur var runninn út og hafði ég áhuga á að skipta um lið en enginn áhugi var á mér á þeim tíma, það eina sem dokkaði upp þegar nálgaðist sumarið var Mallbacken IF í Svíþjóð. Það sem er eftirminnilegast hjá mér frá þessum tíma í Danmörku var hversu lítið ég naut þess að vera í fótbolta og hvað ég var nálægt því að hreinlega hætta eða taka mér pásu."


Hvað olli því að Kristrún var nálægt því að hætta á þessum tímapunkti?

„Ég held að gengið hjá mér, fyrst í Róm og svo hjá Avaldsnes hafi setið frekar lengi í mér. Ofan á það var BSF að falla og enginn áhugi frá öðrum liðum í Danmörku. Það má segja að ég hafi verið frekar strand andlega."

Miðað við þína upplifun, voru svipuð gæði í Danmörku og í Noregi?

„Mér fannst vera meiri gæði í Noregi enda öll liðin í efstu deildinni atvinnumannalið ef ég skildi það rétt. Í Danmörku, allavegana þar sem ég var, voru gæði en maður fann alltaf smá fyrir því að það voru ekki allir í liðinu á samning, sem kom síðan niður á gæðum liðsins. En það er mikill munur á gæðum eftir því hvaða lið í Danmörku er fjallað um."

Laus við endalausa umfjöllun og takmarkanir á Covid-tímum
Til Svíþjóðar var haldið eftir að Mallbacken IF, lið í B-deildinni í Svíþjóð, sýndi áhuga fyrir tímabilið 2020. Hvernig var tíminn í Svíþjóð?

„Mallbacken IF var skref aftur inn í atvinnumensku en þó skref aftur á bak að mínu mati. Eftir eina æfingu með liðinu spilaði ég um það bil hálftíma í leik sem átti sér stað tveimur dögum eftir að ég kom til Svíþjóðar. Ég var mjög spennt að koma mér aftur inn í atvinnumensku og hafa gaman af því."

„Eftir fjórðu æfinguna lendi ég í bakslagi, þá rifnaði innra liðbandið í hnénu í annað sinn, en þó mun minna í þetta skiptið og urðu það sex vikur í endurhæfingu."

„Eftir að ég kom til baka þá var ég virkilega sátt með mínútufjöldann sem ég fékk, þangað til að ég áttaði mig á því að þjálfarinn rúllaði leikmönnum meira en ég hef nokkurn tímann upplifað. Ég fékk einhverjar mínútur en eftir því sem leið á tímabilið þá spilaði hann mér minna út frá því að honum fannst ég ekki hafa þá leikmenn í kringum mig sem spiluðu þann fótbolta sem ég vildi spila."

„Liðinu gekk upp og niður og það náði alrei að byggja upp 'momentum'. Það var mikið rót á því hverjar voru að spila og vantaði festuna í liðið. Við enduðum svo í 5. sæti deildarinnar."


Kristrún lék fjórtán deildarleiki í Svíþjóð. En hvernig fannst henni að vera í Svíþjóð á Covid-tímum?

„Svíþjóð í Covid var æðisleg! Ég var í litlum bæ, þar sem það var kannski ekki mikið um að vera en maður fann ekki fyrir þessu andlega áreyti af stanslausum takmörkunum og endalausri umfjöllun um Covid. Hvort að það hafi komið niður á Svíðþjóð seinna meir er önnur saga."

Dreymdi alltaf um Meistaradeildina
Á lokadegi janúarmánaðar skipti Kristrún aftur um lið, nú hélt hún til Austurríkis og skrifaði undir hjá besta liðinu þar, St. Pölten. Félagið er í toppsæti deildarinnar þegar hún er hálfnuð og er enn með í Meistaradeildinni þegar komið er í 16-liða úrslit keppninnar. Hvernig hafa fyrstu dagarnir verið?

„Ég er nýkomin hingað en ég er ótrúlega ánægð með stelpurnar, þjálfarana og getustig liðsins. Ég er að koma inn í liðið þegar tímabilið er hálfnað sem getur reynst erfitt upp á leiktíma að gera og að mynda sér sterkt hlutverk innan liðsins. Eins og er þá er mitt hlutverk að halda öðrum leikmönnum á tánum með samkeppni og hjálpa liðinu að þróast eins mikið og það getur þetta tímabilið. Liðið er á toppi deildarinnar eins og staðan er núna og vonandi klárum við tímabilið einnig á toppnum."

Hvað hugsaði Kristrún þegar hún sá að ríkjandi meistarar í Austurríki höfðu áhuga á að fá sig í sínar raðir, var hún hissa?

„Ég var nánast búin að ákveða að ég myndi taka næsta tímabil með Selfossi og sjá hvað myndi verða eftir það. En allt í einu var mjög mikill áhugi frá liðum erlendis þannig ég ákvað að endurskoða þá ákvörðun."

„Ég var smá hissa en mjög spennt fyrir þessu tækifæri sem hefur einnig náð að fullvissa mig sjálfa um mína getu! Ég hugsaði með mér að þetta yrði strembið en ég myndi takast á við það einu sinni enn og af hverju ekki að láta reyna á að stíga inn í virkilega gott lið? Ég hugsaði með mér að ég hafði engu að tapa."


Liðið er eins og fyrr segir enn með í Meistaradeildinni, heillaði það þegar þú heyrðir af áhuganum?

„Þetta árið er í fyrsta sinn sem liðið hefur komist í 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni þannig núna er öll einbeiting sett í það verkefni. Meistaradeildin var alltaf eitthvað sem mig dreymdi um að upplifa en ég hafði alltaf hugsað með mér að það væri þá bara búbót því ekki er auðvelt að koma sér inn í þær aðstæður."

„Það heillaði mig klárlega mikið að fá að upplifa leiki í Meistaradeildinni þegar ég fékk þetta tilboð og var það tækifæri sem ég hreinlega gat ekki sagt nei við."


Er þetta besta liðið, á pappírunum, sem þú hefur verið hjá?

„Það er mjög nýtt fyrir mér að vera í liði sem er besta liðið í deildinni. En hvort að þetta lið sé betra en t.d. Avaldsnes eða AS Roma er erfitt fyrir mig að segja þar sem deildirnar eru mjög frábrugðnar og ég mögulega á öðrum stað fótboltalega séð til þess að bera mínar reynslur hjá mismunandi félögum saman," sagði Kristrún að lokum.
Athugasemdir
banner
banner