Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. mars 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Inter og Juve í sóttkví eftir að Rugani var greindur með veiruna
Mynd: Getty Images
Daniele Rugani varð í gær fyrsti knattspyrnumaðurinn í Serie A til að vera greindur með kóróna veiruna.

Hann var í leikmannahópi Juventus sem lagði Inter að velli fyrir luktum dyrum síðasta sunnudag.

Rugani var greindur með veiruna í gærkvöldi og ákvað Juventus að setja alla leikmenn í sóttkví vegna smithættu.

Rugani kom ekki við sögu í leiknum en Inter ákvað samt að bregðast við með að setja liðið í sóttkví, enda mögulegt að Rugani hafi smitað liðsfélaga sem hafi svo smitað leikmenn Inter.

Þetta gæti orðið mikill hausverkur fyrir UEFA sem er þegar búið að fresta viðureign Inter gegn Getafe og Sevilla gegn Roma í Evrópudeildinni.

Juventus á heimaleik gegn Lyon í næstu viku en líklegt að honum verði frestað.

Juve er í fyrsta sæti ítölsku deildarinnar sem stendur, með 63 stig eftir 26 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner