Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 12. apríl 2019 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikur: Hannes hélt hreinu en Valur tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 1 - 0 Valur
1-0 Hákon Ingi Jónsson

Fylkir lagði Val er liðin mættust í æfingaleik á Würth vellinum í dag. Þetta var fyrsti leikur Hannesar Þórs Halldórssonar á milli stanga Vals og hélt hann hreinu í 60 mínútur áður en honum var skipt út ásamt sjö öðrum leikmönnum.

Anton Ari Einarsson kom inn í hans stað en það leið ekki á löngu þar til Hákon Ingi Jónsson skoraði fyrir Fylki með eina marki leiksins.

Þetta var fyrsti leikur Hannesar fyrir íslenskt félagslið síðan hann var aðalmarkvörður KR sumarið 2013.

Fyrsti keppnisleikur Hannesar hjá Val er á dagskrá næsta fimmtudag. Valur mætir þar Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ, þar sem Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum.
Athugasemdir
banner
banner