Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. apríl 2019 05:55
Arnar Helgi Magnússon
Ísland um helgina - Bikarleikir og undanúrslit
Haukar mæta KFS á morgun.
Haukar mæta KFS á morgun.
Mynd: Hulda Margrét Óladóttir
Valskonur spila í undanúrslitum
Valskonur spila í undanúrslitum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum um helgina en Mjólkurbikarinn fór af stað í vikunni og fjölmargir leikir eru á dagskrá í 1. umferðinni um helgina.

Í kvöld er leikið bæði í Lengjubikarnum og í Mjólkurbikarnum. Í Lengjubikar kvenna fara fram tveir leikir í B-deildinni en það fer að styttast í úrslitin þar.

Á morgun eru einni fjölmargir leikir í bikarnum. Inkasso-lið Hauka mætir til leiks þegar liðið fær KFS í heimsókn á Ásvelli.

Á sunnudag mætast síðan Valur og Stjarnan í undanúrslitaleik Lengjubikars kvenna. Liðið sem að vinnur þann leik mætir annað hvort Þór/KA eða Breiðablik. Leikið verður á Origo-vellinum.

Hér að neðan má sjá alla leiki helgarinnar á Íslandi, ásamt leikstöðum.

Föstudagur:
Lengjubikar kvenna B-deild - Riðill
19:00 HK/Víkingur-FH (Egilshöll)
19:15 Fylkir-Keflavík (Würth völlurinn)

Mjólkurbikar karla
19:00 KB-Snæfell (Leiknisvöllur)
19:00 KFG-Reynir S. (Samsung völlurinn)
19:00 Úlfarnir-Vatnaliljur (Framvöllur - Úlfarsárdal)
19:00 Vængir Júpiters-Kóngarnir (Fjölnisvöllur - Gervigras)
19:00 Fenrir-Ægir (Hertz völlurinn)
20:00 ÍH-Björninn (Ásvellir)
20:00 Mídas-Ísbjörninn (Víkingsvöllur)
20:00 Kría-KÁ (Vivaldivöllurinn)

Laugardagur:
Mjólkurbikar karla
14:00 Kórdrengir-KM (Framvöllur)
14:00 Nökkvi-KF (KA-völlur)
14:00 Dalvík/Reynir-Samherjar (Boginn)
14:00 Höttur/Huginn-Einherji (Fellavöllur)
14:00 Vestri-Víðir (Würth völlurinn)
14:00 Haukar-KFS (Ásvellir)
14:00 Augnablik-Árborg (Fagrilundur - gervigras)
14:00 Tindastóll-Æskan (Sauðárkróksvöllur)
14:00 Sindri-Leiknir F. (Sindravellir)
16:00 Hvíti riddarinn-Kormákur/Hvöt (Varmárvöllur - gervigras)
16:15 Hörður Í.-Berserkir (Würth völlurinn)
17:00 KFR-KH (JÁVERK-völlurinn)

Sunnudagur:
Lengjubikar kvenna A-deild - Úrslit
16:00 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)

Lengjubikar kvenna C-deild - Riðill 1
14:00 Álftanes-Grótta (Bessastaðavöllur)
14:00 Tindastóll-Fjölnir (Sauðárkróksvöllur)

Lengjubikar kvenna C-deild - Riðill 2
19:00 ÍR-Leiknir R. (Hertz völlurinn)

Mjólkurbikar karla
14:00 Skallagrímur-KV (Akraneshöllin)
14:00 Selfoss-Þróttur V. (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner