Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 12. apríl 2019 06:00
Arnar Helgi Magnússon
Jovic hefur ekki áhuga á Barcelona
Mynd: Getty Images
Serbneski framherjinn Luka Jovic hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með þýska liðinu Eintracht Frankfurt. Hann er á láni frá Benfica í Portúgal.

Barcelona og Real Madrid eru meðal þeirra liða sem vilja fá Jovic en auk þess hefur Chelsea sýnt honum áhuga. Benfica mun alla vega fá nóg af tilboðum í leikmanninn.

Faðir Luka Jovic hefur nú stigið fram og segir að sonur sinn vilji vera áfram í Frankfurt.

„Það hafa komið fyrirspurnir og þar á meðal ein frá Barcelona en hann vill hvergi fara. Ef hann fer til Barcelona þá gæti það farið svo að hann fái ekki að spila. Hann vill komast í Meistaradeildina með Frankfurt og vera hér áfram," segir faðir hans.

Frankfurt situr í fjórða sæti deildarinnar og er á góðri leið með það að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner