fös 12. apríl 2019 15:00
Elvar Geir Magnússon
Kovac tjáir sig um slagsmálin
Niko Kovac.
Niko Kovac.
Mynd: Getty Images
Króatinn Niko Kovac, stjóri Bayern München, hefur staðfest að slagsmál áttu sér stað milli leikmanna á æfingasvæði félagsins í gær.

Þeir Robert Lewandowski og Coman slógust og þurftu aðrir leikmenn liðsins að skerast í leikinn og fá þá til að hætta.

Samkvæmt þýskum fjölmiðlum byrjuðu slagsmálin eftir að Lewandowski lét Coman heyra það og sagði að hann væri ekki að taka æfingunni alvarlega. Það hefur farið illa í Coman sem átti fyrsta höggið í andlitið á Lewandowski.

„Við þrír töluðum saman. Leikmennirnir sjá eftir þessu og hafa beðist afsökunar. Það verða engar sektir og málinu er lokið," segir Kovac.

Bayern er nú að undirbúa sig fyrir leik gegn Fortuna Dusseldorf en liðið situr á toppi þýsku deildarinnar með eins stigs forskot á Dortmund.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 26 22 4 0 66 18 +48 70
2 Bayern 26 19 3 4 78 31 +47 60
3 Stuttgart 26 18 2 6 60 31 +29 56
4 Dortmund 26 14 8 4 53 32 +21 50
5 RB Leipzig 26 15 4 7 60 32 +28 49
6 Eintracht Frankfurt 26 10 10 6 42 35 +7 40
7 Augsburg 26 9 8 9 43 42 +1 35
8 Hoffenheim 26 9 6 11 44 50 -6 33
9 Freiburg 26 9 6 11 36 48 -12 33
10 Werder 26 8 6 12 35 41 -6 30
11 Heidenheim 26 7 8 11 35 44 -9 29
12 Gladbach 26 6 10 10 46 50 -4 28
13 Union Berlin 26 8 4 14 25 42 -17 28
14 Wolfsburg 26 6 7 13 31 44 -13 25
15 Bochum 26 5 10 11 30 54 -24 25
16 Mainz 26 3 10 13 22 46 -24 19
17 Köln 26 3 9 14 20 47 -27 18
18 Darmstadt 26 2 7 17 26 65 -39 13
Athugasemdir
banner
banner