fös 12. apríl 2019 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikar kvenna: Fylkir vann B-deildina gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir tryggði sér sigur í B-deild Lengjubikars kvenna með frábærum sigri gegn Keflavík fyrr í kvöld.

Aðeins eitt mark var skorað fyrir leikhlé en flóðgáttirnar opnuðust í síðari hálfleik og lauk leiknum með 4-0 sigri á Würth vellinum í Árbæ.

Fylkir er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og á aðeins einn leik eftir, gegn stigalausu botnliði HK/Víkings. Keflavík er aftur á móti búið með alla fimm leiki sína og lýkur keppni í þriðja sæti, með níu stig.

FH lagði HK/Víking að velli í kvöld og er í öðru sæti á markatölu en á eftir að keppa við KR í lokaumferðinni. Tap gæti fært liðið niður um eitt til tvö sæti á markatölu.

HK/Víkingur 1 - 2 FH
0-1 Birta Stefánsdóttir ('72)
0-2 Þórey Björk Eyþórsdóttir ('82)
1-2 María Lena Ásgeirsdóttir ('87)

Fylkir 4 - 0 Keflavík
1-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('37)
2-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('52)
3-0 Berglind Rós Ágústsdóttir ('69)
4-0 Sæunn Rós Ríkharðsdóttir ('74)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner